Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 45
Jakob Kristinsson
og vaxtarvonir hans
♦-------------------------
Eftir
Þórodd Guðmundsson
Fyrir nokkru fékk ég í hendur nýja bók, Vaxtarvonir, ræður og rit-
gerðir eftir síra Jakob Kristinsson, gefna út af bókaforlaginu Skugg-
sjá í Hafnarfirði.
Við lestur þessarar bókar rifjuðust upp fyrir mér löng og ánægju-
leg kynni af síra Jakob, en þau hófust haustið 1935, þegar ég gerðist
kennari við Alþýðuskólann á Eiðum, en síra Jakob var þá forstöðu-
maður hans, og héldust þau kynni nálega óslitið, unz hann and-
aðist 1965.
Jafnframt minntist ég jress, og Jrað ekki með öllu sársaukalaust, að
ég tel mig standa í óbættri þakkarskuld við síra Jakob flestum frem-
ur, ekki sízt fyrir lærdómsríkt samstarf í þrjú ár, en einnig fyrir ótal
margar ánægjustundir, sem ég hef haft af ræðum hans og ritgerðum.
Loks á ég honum upp að inna næstum aldarþriðjungs órofa vin-
semd og tryggð.
Þegar síra Jakob lézt, var hans að maklegleikum vel og virðulega
minnzt í blöðum landsins, svo og litlu síðar með ágætum í Kirkju-
ritinu af síra Renjamín Kristjánssyni. En hvorki uppeldismála- né
bókmenntarit þjóðarinnar hafa sýnt honum þann sóma að birta svo
mikið sem æviágrip hans, hvað ])á gert grein fyrir honum sem fræð-
ara né bókmenntamanni og ræðuskörungi. Var hann Jretta þó allt í
senn, og það í lremstu röð.
Ur þessari vanrækslu vil ég nú leitast við að bæta að nokkru í til-
efni af útkomu þeirrar bókar, sem að ofan er nefnd og Jreir Sig-
valdi Hjálmarsson og Þórleifur Rjarnason námsstjóri völdu efnið í,
en Þórleifur ritaði einkar góðan formála fyrir. Skulu nú, áður en
lengra er farið, rakin æviatriði síra Jakobs í fáum dráttum.