Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 45

Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 45
Jakob Kristinsson og vaxtarvonir hans ♦------------------------- Eftir Þórodd Guðmundsson Fyrir nokkru fékk ég í hendur nýja bók, Vaxtarvonir, ræður og rit- gerðir eftir síra Jakob Kristinsson, gefna út af bókaforlaginu Skugg- sjá í Hafnarfirði. Við lestur þessarar bókar rifjuðust upp fyrir mér löng og ánægju- leg kynni af síra Jakob, en þau hófust haustið 1935, þegar ég gerðist kennari við Alþýðuskólann á Eiðum, en síra Jakob var þá forstöðu- maður hans, og héldust þau kynni nálega óslitið, unz hann and- aðist 1965. Jafnframt minntist ég jress, og Jrað ekki með öllu sársaukalaust, að ég tel mig standa í óbættri þakkarskuld við síra Jakob flestum frem- ur, ekki sízt fyrir lærdómsríkt samstarf í þrjú ár, en einnig fyrir ótal margar ánægjustundir, sem ég hef haft af ræðum hans og ritgerðum. Loks á ég honum upp að inna næstum aldarþriðjungs órofa vin- semd og tryggð. Þegar síra Jakob lézt, var hans að maklegleikum vel og virðulega minnzt í blöðum landsins, svo og litlu síðar með ágætum í Kirkju- ritinu af síra Renjamín Kristjánssyni. En hvorki uppeldismála- né bókmenntarit þjóðarinnar hafa sýnt honum þann sóma að birta svo mikið sem æviágrip hans, hvað ])á gert grein fyrir honum sem fræð- ara né bókmenntamanni og ræðuskörungi. Var hann Jretta þó allt í senn, og það í lremstu röð. Ur þessari vanrækslu vil ég nú leitast við að bæta að nokkru í til- efni af útkomu þeirrar bókar, sem að ofan er nefnd og Jreir Sig- valdi Hjálmarsson og Þórleifur Rjarnason námsstjóri völdu efnið í, en Þórleifur ritaði einkar góðan formála fyrir. Skulu nú, áður en lengra er farið, rakin æviatriði síra Jakobs í fáum dráttum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.