Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 53
JAKOB KRISTINSSON
197
aði fyrir mín tilmæli og birtist í Viðari, ársriti íslenzkra héraðsskóla,
er ég annaðist þá ritstjórn á. Grein sú var skrifuð að Reykhúsum í
Eyjalirði haustið I938, þegar þau hjónin voru alflutt frá Eiðum.
Ég get þessa til að leiðrétta þann misskilning, sem ég hef orðið var
við hjá sumum, að hann hafi flutt þessa grein við sín síðustu skóla-
slit þá um vorið. í bréfi sem hann reit mér, dags. að Reykhúsum 28.
nóv. 1938, segir svo m. a.: „Eg ,,klúðraði“ saman greinarkorni í
,,Viðar,“ innan um högg smiða og nóg sementsryk, enda mun þessi
samsetningur minn hafa borið þess menjar. En við það varð að
sitja.“ í greininni segir svo m. a.:
„Hjá mistökum varð ekki komizt. Og nokkrir árekstrar voru óhjá-
kvæmilegir. En allt gekk þó slysalaust. Skólalífið var oftast ánægju-
legt, stundum jafnvel ástúðlegt, en aldrei illt og meini blandað nema
tvisvar nokkra daga, þegar harðastur árekstur varð milli nemenda
og mín. En hver árekstur varð langoftast ávinningur, greiddi fyrir
gagnkynnum, skerpti kærleikann, þegar móðurinn var af mönnum,
og gerði sambúðina heilli. Þegar á leið, urðu misfellur minni. Og
tvö síðustu árin má óhætt segja, að kennarar og nemendur væru sem
einn maður, samhuga og samhentir um allt, sem bætt gat skólalífið,
aukið starfsárangur og orðið skólanum til sæmdar.“
Arekstrar gátu líka orðið milli síra Jakobs og samstarfsmanna hans.
Ég minnist tveggja frá þeim þrem árum, sem við unnum saman, og
hef ég að líkindum gefið tilefni til þeirra. En að loknum ávítum
kom hann litlu síðar til mín bæði skiptin og baðst afsökunar, kvaðst
hafa haft mig fyrir rangri sök. „Árekstrarnir voru ávinningur,
greiddu fyrir gagnkynnum," eins og hann sjálfur komst að orði um
viðskipti sín við nemendur. Síra Jakob var örgeðja, gat jafnvel verið
bráður sem funi. Honum yfirsást ekki sjaldan. En hann taldi sér
aldrei ósamboðið að játa yfirsjónir sínar og biðjast fyrirgefningar.
Þetta fannst mér hann hafa fram yfir flesta ef ekki alla menn aðra,
sem ég hef kynnzt.
Síðla sumars 1938 var síra Jakob og Helgu konu hans haldið
fjölmennt kveðjusamsæti á Eiðum fyrir atbeina Eiðasambandsins,
er ég veitti Jrá forystu, og var Jón heitinn Þorleifsson listmálari feng-
inn til að mála mynd af Eiðum, sem Jreim hjónum var gefin að
skilnaði. í samsætinu voru margar ræður haldnar Jreim til heiðurs.
Eftirmaður síra Jakobs, Þórarinn Þórarinsson, þá nýlega skipaður
skólastjóri, minntist frú Helgu sérstaklega og lét Jress getið, að Jreir
hefðu bezt hana Jrekkt, er bágt hefðu átt, og var það réttilega mælt.