Eimreiðin - 01.09.1970, Qupperneq 57
JAKOB KRISTINSSON
201
Skömmu eftir nýárið, 22. janúar 1944, skrifar síra Jakob mér
meðal annars á þessa leið: „Kæri vinur. Það er mikil skömm, að eg
skuli ekki hafa skrifað þér fyrr, en um það tjáir nú ekki að tala.
Ástæðan til þess er: vanheilindi og dugleysi. Sannleikurinn er sá,
að eg hef verið að hálídrepast (svo að eg noti gott og gegnt alþýðu-
mál) síðan síðastliðið haust: meltingin í ólagi, maginn gersamlega
sýrulaus og fleira að, auk þess gerir skjaldkirtilbólga mér skráveif-
ur. í nóv. síðastl. var eg að verða algerlega forfallinn. Fór þá á spítala
og var þar um mánaðartíma. Er að skríða saman nú, þótt heldur
hægt fari. En vegna þessa helir orkan verið svo lítil, að ekki hefir
hrokkið til allra nauðsynlegustu starfa embættis míns, hvað þá ann-
ars. Það er bezt, að eg segi þér það (en samt í trúnaði) að eg hefi
þegar sagt af mér embætti (munnlega við ráðherra, geri það skrif-
lega seinna) og mun þá ekki fara dult með það, en það er ýmsra hluta
vegna hagkvæmara í bili, að kasta því ekki út. Ástæður fyrir þessu:
heyrnardeyfa, sem alltaf fer vaxandi, og aðrir kvillar. Geri ráð fyrir
að flytja í kofa, sem eg á norður í Reykhúsum í Eyjafirði, í júlí
eða ágúst næstkomandi — og lilakka til þess.“
Síra Jakob gerði alvöru úr þeirri ætlun að segja lausu embætti
sínu. Af skólamönnum var hans mjög saknað sem fræðslumálastjóra
fyrstu árin eftir að hann lét af því starfi. Þeirn var sæmd að honum í
því sæti. Hann var spakur að viti, góðgjarn og viðmótshlýr. Auk
þess var hann einn af málsn jöllustn og ritfærustu mönnum þjóðar-
innar. Suma lieyrði ég láta í Ijós vonbrigði sín yfir Joví, að hann
skyldi hætta aðeins rúmlega sextugur að aldri. Þeim fannst hann
vel geta gengt stöðu jaessari lengur. En orð hans sjálfs, Jnau sem vitn-
að var í hér að framan, sanna, að gild rök lágu til jtess, að hann dró
sig í hlé, enda var hann flestum ólíklegri til að svíkjast undan merkj-
urn eða bregðast J)\ í, sem honum var til trúað. Hann lét einnig verða
af því að flytjast í „kofa“ sinn að Reykhúsum í Eyjafirði, eins og
hann hafði tjáð mér, eigi alllöngu eftir að hann hafði skilað af sér.
Hitt er svo annað mál, að tilhlökkun hans eða draumar um bættan
hag norður J>ar rættust ekki Jiegar i stað, nema þá að nokkru leyti
og á annan hátt en við hafði verið búizt.
VL
Við þennan síðari flutning síra Jakobs Kristinssonar að Reyk-
húsum hófst nýr og að líkindum óvæntur Jaáttur í lífi hans, og hon-