Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1914, Page 3

Ægir - 01.05.1914, Page 3
ÆGIR 51 Er liinn minsti þeirra 4.7 smálestir að stærð, en hinn stærsti 15.g smálestir. Auk þess eiga hreppsbúar 3 þilskip, er einnig ganga til fiskiveiða. Hafa nú útgerðarmenn vjelabátanna gei't samband með sjer til kaupa á út- gerðarvörum og sölu á fiski. Má vænta mikils af slíkum samböndum, ef þau eru skynsamlega stofnuð. Frá 11. til 13. mars var jeg á ferð i Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Reyndist eigi fært að stofna þar deild sökum mannfæðar og strjálbýlis. Útgerð þar í hreppi er aðeins á róðrarbátum og er heimræði aðeins frá 4 bæjum. Vjelarbáts- útgerð hefir aðeins einn maður reynt, en hún mishcpnaðist með öllu. Er Arnarfjörðurinn engan veginn vel fallinn til slikrar útgerðar, liggur of langt frá fiskimiðunum að vetrinum, og báta- lægi fremur innarlega í firðinum. Hinn 17. mars hjelt jeg fiskifjelags- fund að Flateyri, að afioknum þing- málafundi, er þar var haldinn þann dag. Var orðið framorðið dagsins og voru margir farnir, er verið höfðu á þing- málafundinum. Stofnaði jeg þar deild með 13 meðlimum og hefi jeg heyrt að nokkrir hafi bætst við síðan. Ekki gat jeg ílutt þar neitt erindi, sök- um þess hve áliðið var dagsins. Daginn eftir, hinn 18. mars, hjelt jeg fyrirlestur í Fiskifjelagsdeild Súgfirðinga. A fundinum gengu 6 menn i deildina og hefur hún nú 40 meðlimi. Laugardag 21. mars hjelt jeg fyrirlestur i Bolungarvik og stofnaði þar deild með 64 meðlimum. Studdu mig að því eink- um þeir Pjetur kaupm. Oddsson, Jón Eyfirðingur kaupm. Oddur kaupmaður Guðmundsson og Jóhann oddviti Bárð- arson. — Þar flutti jeg og fyrirlestur liks efnis og á hinum stöðunum. Daginn eftir, sunnudaginn 22. mars flutti jeg fyrirlestur i Hnífsdal og stofn- aði þar deild með 24 meðlimum. Mánudaginn 23. mars flutti jeg erindi i Fiskifjelagsdeild ísfirðinga á Isafirði. Nokkrir menn gengu í deildina í lok fundarins. Þegar hjer var komið, hafði jeg í hyggju að halda nnrður yfir Steingrims- fjarðarheiði til Hólmavíkur og þaðan norður á Reykjarfjörð. Ætlaði jeg mjer í þeirri ferð að gjöra tilraun til að stofna deild í Súðavik i Álftafirði. En jeg hætti við þá fyrirætlun sökum þess, að norðan stórviðri var á hverjum degi og ófært inn yfir djúpið. Af kunnugum mönnum hafði mjer verið sagt, að naumast mundi unt að koma deild á fót í Súðavík, og jeg kynokaði mjer við að liggja lengi aðgerðalaus á ísafirði. Rjeð jeg þvi af að halda aftur vestur að Haukadal og og bíða þar næstu skipsferðar til Reykja- vikur og búa mig þar undir væntanleg ferðalög í aprilmánuði. Að kveldi hins 25. mars kom jeg heim lil Haukadals og dvaldi heima til þess 30. Hinn 31. mars fjell vjelarbátsferð frá Haukadal til Bíldudals. Tók jeg mjer far með bátnum og flutti þá um dag- inn fyrirlestur í Fiskifjelagsdeild Bíld- dælinga og hjelt svo heimleiðis aftur um kveldið með bátnum. Hefi jeg þannig flutt erindi á 10 slöð- um, sem sje: Bíldudal, Bolungarvík, Eyrarbakka, Hnifsdal, ísafii'ði, Stokkseyri, Súganda- firði, Vestmannaej'jum, Vogurn og Þing- eyi'i og stofnað 3 nýjar deildir með samtals 101 fjelaga. Haukada) 4. apríl 1914. Matlh. Ólafsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.