Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1915, Qupperneq 8

Ægir - 01.09.1915, Qupperneq 8
118 ÆGIR 6. gr. Sá einn getur fengið skipstjóraskírteini á íiskiskipi, sera: a. staðist hefur fiskiskipstjórapróf eða hið almenna stýrimannspróf við stýrimannaskólann í Reykjavik; b. hefur verið stýrimaður í 24 mánuði á skipi yfir 30 lesta; c. er fullveðja; d. hefur eigi verið dæmdur fyrir okk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti; e. sannar að sjón hans sje svo full- komin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. 7. gr. Rjett til að vera stýrimaður á íslensku fiskiskipi í innan- og utanlandssiglingurn og stýrimaður á íslensku verslunarskipi í innanlandssiglingum, eigi yfir 300 lesta að stærð, hefur sá einn, sem fengið hef- ur stýrimannsskirteini á íiskiskipi. 8. gr. Sá einn getur öðlast stýrimannsskír- teini á fiskiskipi, er: a. staðist hefur fiskiskipsstjórapróf, eða hið almenna stýrimannspróf við stýrimannaskólan í Reykjavík; b. hefur vðrið fullgildur háseti á skipi, yfir 30 lesta, eigi stytlri tíma en 18 mánuði; c. hefur eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti; d. sannar, að sjón hans sje svo full- komin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. IY. kafli. Um rjeií til skipstjórnar og slýrimensku á verslunarskipum yfir 300 lesla, utanlandssiglingum. 9. gr. Rjett til að vera skipstjóri i utanlandssigl- ingum á íslensku verslunarskipi og skip- stjóri í innanlandssiglingum á íslensku verslunarskipi, sem er stærra en 300 lesta, hefur sá einn, sem fengið hefur skipstjóraskírteini í utanlandssiglingum. Sje um gufuskip að ræða, hefur sá einn rjettinn, sem fengið hefur einnig skírteini það, er um getur í 11. gr. 10. gr. Sá einn getur öðlast skipstjóraskírteini ,í utanlandssiglingum, er: a. er fullveðja; b. hefur eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegl er að almenningsáliti; c. sannar, að sjón hans sje svo full- komin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn; d. hefur staðist hið allmenna stýri- mannspróf við stýrimannaskólan i Reykjavík; e. hefur verið stýrimaður eigi skemur en 24 mánuði á verslunarskipi í utanlandssiglingum, og af þeim tíma eigi skirnui- en 12 mánuði yfirstýri- maður, eða einn stýrimaður á versl- unarskipi í utanlandssiglingum, eða hefir verið 12 mánuði skipstjóri á fiskiveiðaskipi í utan- og innarlands- siglingum og 12 mánuði stýrimaður á verslunarskipi í utanlandssigling- um. 11. gr. Sá, er öðlasl hefur skipstjóra eða- stýri- mannsskírteini í utanlandssiglingum, og

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.