Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1915, Page 10

Ægir - 01.09.1915, Page 10
120 ÆGIR á siglingatima þann, er um ræðir í 6., 8., 10. og 13. grein. I sjóferðabókinni skal skýrt frá fullu nafni skipverjans, fæðingarstað, fæðingar- degi og fæðingarári; svo skal þar og vera stutt lýsing á útliti hans og vexti og sjer- kennum, ef einhver eru. I bókinni skal enn fremur skýrt frá stöðu skipverjans á skipinu, nafni, tegund og stærð skipsins, hve nær hann er skráð- ur á skip og af því og af hvaða ástæðu hann fór af skipinu; svo skal þar og skýrt frá hegðun hans og framferði á þvi. Skipstjóra ber að geyma sjóferðabækur skipverja, útfylla þær og undmskrifa. Skal sjóferðabók hvers skipverja stimpluð með embættisstimpli skrásetningarstjóra, í hvert skifti sem skipverji er skráður af skipi, og skal hún þá afhent skipverjanum. 18. gr. Nú er maður, er fengið hefur skip- stjóra- eða stýrimannsskírteini, dæindur fyrir eitthvert það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, og hefur hann þá fyrirgert skírteini sínu. 19. gr. Skilyrði fyrir því, að mega vera skip- stjóri eða stýrimaður á fiskiskipi í inn- anlandssiglingum, eða formaður á vjela- )ját, ná þó eigi til þeirra, er stundað hafa þessa atvinnu, án stýrimannsprófs, að því er skipstjóra og stýrimenn snertir eða vottorð að því er snertir vjelabáta- formenn, áður en lög þessi öðlast gildi. Þó skulu skipstjórar og stýrimenn sanna, að sjón þeirra sje svo fullkomin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. Þessu skilyrði eru og rjettindi þeirra bundin, sem próf hafa tekið samkvæmt 2. gr. laga nr. 50, 10. nóv. 1905. Þeir, sem fyrir þann tíma hafa tekið hið minna stýrimannspróf við stýri- mannaskólann í Reykjavík, eiga kost á, að fá skipstjóra- eða stýrimannsskírteini á fiskiskipi, ef þeir að öðru leyti full- nægja skilyrðum þeim, sem sett eru í lögum þessum. Ennfremur skal hið meira stýrimanns- próf í lögum nr. 50, 10. nóv. 1905. veita sömu rjettindi og hið almenna stýri- mannspi'óf i lögum þessum. Lög þessi ná eigi til þeirra, sem fengið hafa skipstjóra- eða stýrimannsskírteini í utanlandssiglingum, áður en lög þessi öðlast gildi. 20. gr. Hvarvetna í lögum þessum, þar sem talað er um stærð skipa, er átt við brúttóstærð. Orðið skip á jafnt við gufu- skip og seglskip, nema annað sje tekið fram. 21. gr. Brot gegn lögum þessum "varða sektum alt að 200 kr.; sje brotið itrekað, geta sektirnar hækkað alt að 400 kr. Sektirnar renna í landssjóð. Brot þessi sæta opinberri rannsókn og skal farið með málin sem almenn lög- reglumál, 22. gr. Lög nr. 50, 10 nóv. 1905, um atvinnu við siglingar, eru úr gildi numin, að því undanskildu, að stafliður a í 9. gr., geng- ur eigi úr gildi fyr en 1. jan. 1918, að því er við kemur utanlandssiglingum á verslunarskipum. 23. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1916.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.