Ægir - 01.09.1915, Side 17
ÆGIR
127
6. ágúst og i efri deild 12. sama mán-
aðar.
Tilgangurinn með þessari tillögu er
sá að setja væntanlegar hafnargerðir i
samfelt kerfi, þannig að fyrst sé ákveðið
hvar hafnir skuli byggja og þar næst
hver eigi að ganga fyrir hinni, á líkan
hátt og nú tíðkast um símana hjer á
landi.
Þá má og geta þess að þingið veitti
Fiskifjelagi íslands 19 þúsund krónur á
ári i stað 12500 kr. síðasta fjárhagstíma-
bil. Reyndar er þessi fjárveiting bundin
því skilyrði, að fjelagið annist kenslu á
ísafirði handa skipstjóraefnum á smá-
skipum.
Þá veitti og þingið fjelaginu 4000 kr. á
ári, handa erindreka erlendis, án þess
að krefjast tillags annarsstaðar frá.
Enn veitti þingið 10 þús. kr. á ári til
brimbrjótsins i Rolungarvík, án þess að
krefjast tillags annarsstaðar frá, en mjög
átti sú fjárveiting erfitt uppdráttar i
þinginu, einkum það að veita styrkinn
skilyrðislaust og er þinginu nokkur vor-
kunn, þar sem landið eigi á staðinn,
sem mannvirkið er á.
Þá voru og lagðar fram 5 þús. kr. til
að ryðja vör við Ingólfshöfða, ef fært
þykir.
Allmikið fé var lagt til Vestmannaevja-
hafnar af nýju og bryggjusmíði á all-
mörgum slöðum styrkt með talsverðu
fjárframlagi, en fæst af þvi hefur bein
áhrif á fiskiveiðarnar.
Að síðustu skal minnast á afskifti
þingsins af vitamálunum.
Vitamálastjórinn hafði lagt til að bygðir
yrðu 8 vitar á ijárhagstimabili því, er i
hönd fer. Stjórnin hafði aðeins sett 5
þeirra á fjárlögin og voru þeir þessir:
Straumnesvili (seinna árið) 16300 kr.
Malarrifsviti (fyrra árið) 16300 kr. Bjarn-
eyjarviti (fyrra árið) 10700 kr. Selvogs-
viti (seinna árið) 12300 kr. Akranessviti
(seinna árið) 7800 kr.
Auk þess veitti þingið til þokulúðurs
á Dalatanga við Seyðisfjörð, 14 þús. kr.,
gegn þvi sem á vantar annarstaðar frá.
Það mun þvi mega fullyrða, að aldrei
hafi jafnmikið tillit verið tekið til sjávar-
útvegsins sem á þessu þingi og virðist
það benda til þess að hann, einnig á
þingi þjóðarinnar, eigi betri daga í vænd-
um, eftir þvi sem mönnum skilst hetur
hve afar mikilsvarðandi hann er þjóð
vorri.
Reg’lug'jörð
um
kenslu og próf I mótorvjelfræði.
1. gr.
Tit þess að gefa fiskimönnum, báta-
formönnum og öðrum, sem stunda mótor-
vjelar, kost á að kynnast útbúnaði þeirra
pössun þeirra og viðhald, i skipum
eða á landi, skulu árlega haldin námskeið
i helstu kaupstöðum landsins. Stjórn
»Fiskifjelags íslands« ákveður á hvaða
stað námskeiðin skulu haldin, og hvenær
þau eigi að byrja, og skal það auglýst á
staðnum, með ... vikna fyrirvara.
Námskeiðin skulu standa yfir i ca. 6
vikur. Kenslan fer aðallega fram í fyrir-
lestrum, li) stundir á viku eða samtals
minst 60 stundir. Kenslan endar með
burlfararprófi, er nefnist hið íslenska mótor-
vjelapróf.
2. gr.
Sá, sem óskar að ganga undir prófið,
skal afhenda vjelfræðiskennaranum eigin-
handar umsóknarskjal þess efnis, að hon-