Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 5
ÆGIR 147 gegn öðrum út í frá, enda getur Sam- ábyrgðin krafist þess, að fjelagió sjálft beri tjón það, sem af því leiðir, að ekki hefir verið leitað ráða Samábyrgðarinnar i þessu efni eða ekki farið eftir þeim. Ákvörðun skaðabóta, sem gerð er sam- kvæmt lögum hinna einstöku ábyrgðar- fjelaga, er bindandi fyrir Samábyrgðina. Þó verður að fá samþykki Samábyrgð- arinnar, ef ákveða á skaðabætur eflir sanngirni, með samningi, gerðadómi eða lögsókn, og fer svo sem áður segir, ef vanrækt er að fá samþykkið. Senda skal Samábyrgðinni eflirrit af skaðabótamatinu og greiðir bún hlutfalls- lega sinn hluta af skaðabótunum, að frá- dregnum 2°/o af þeim hluta tryggingar- fjárhæðinnar, sem hún hefir ábyrgst. B. Gufu-, rnótor- og seglskip, sem ekki eru vátrygð í íslenskum ábyrgðarfjelög- um, og verða eigendur þeirra sjálfir að bera ábyrgð á *fi0 (20°/o) af verði skip- anna að minsta kosti, sem hver^i má vátryggja. G. Afla, veiðarfœri og úibúnað fiski- skipa. Hver sem vill fá beina vátiygging á skipi í Samábyrgðinni, verður að snúa sér til umboðsmanns Samábyrgðarinnar á þeim stað, þar sem heimilisfang skips- ins er, ef skipið er þar og Samábyrgðin hefir nokkurn umboðsmann þar. Ef Samábyrgðin aftur á móti hefir þar eng- an umboðsmann, eða skipið er ekki heima á þeim tima, er vátryggingar er beiðst, getur vátryggingarbeiðandi snúið sér til næsta umboðsmanns eða til aðal- skrifstofunnar. Eftir tilhlutun umboðs- mannsins eða aðalskrifstofunnar, ef til hennar hefir verið leitað, er skipið síðan skoðað og virt af virðingarmönnum Sam- ábyrgðarinnar, eftir atvikum ásamt sér- fróðum manni sendum af aðalskrifstof- unni. Ef virðingarmaður óskar vátrygg- ingar, verður að setja annan áreiðanlegan mann i stað hans til þess að taka þátt í virðingunni. Þá er virðingin er um garð gengin og virðingarmennirnir hafa gefið út vottorð um það, verður vátryggingarbeiðandi að undirskrifa með eigin hendi beiðni um vátryggingu til eins árs frá þeim degi, sem beiðnin er afhent umboðsmannin- um. Þann dag, sem vátryggingin byrjar, verður skipið að vcra i öruggri höfn eða skipalægi. Dagurinn reiknast frá kl. 12 á miðnælti til kl. 12 á miðnælti. Eyðu- blöð undir vátryggingarbeiðnir fást hjá umboðsmönnum Samábyrgðarinnar og á aðalskrifstofunni. I vátryggingarbeiðnina skal setja lýsingu á því, sem vátrygt er, tryggingarfjárhæðina válryggingarfjeð, og á vottorð virðingarmanna að fylgja henni. Ef Samábyrgðin tekst á hendur vátrygg- inguna, gefur aðalskrifstofan út endurrit af vátryggingarbeiðninni; er það afhent váhyggjanda um leið og hann greiðir iðgjaldið; og er síðan fullgilt vátrygging- arskíiteini gagnvart samábyrgðinni. Frumritið af beiðninni og voltorð virð- ingarmanna sendir umboðsmaður aðal- skrifstofunni. Við eigendaskifti er farið að á sama hátt sem við n^’ja vátryggingu. Má þá endurgreiða iðgjaldið fyrir þann tima, sem ábyrgðarskirteinið átti eflir að gilda, að frádregnum V40/o af vátryggingarfjenu. Þó fellur öll iðgjaldaendurgreiðsla nið- ur, ef skaðabætur á því ári nema meiru en helmingi hins greidda ársiðgjalds. Skip, sem sögð hafa verið úr eða þeg- ar eru gengin úr vátryggingu, verða ein- ungis tekin aftur gegn því, að fyrir þau sje greitt fult inngöngugjald og iðgjald. Þegar skip gengur úr válryggingu, falla til varasjóðs 10% af því, sem inni stend- ur i reikningi skipsins. Ábyrgðarskírteini, sem ern í gildi, end-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.