Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 16
158 ÆGIR Algert útflutningsbann á kolum er ekki komið i gildi ennþá og kemur jafnvel aldrei. En aftur á móti hefur verið rætt um að leggja toll á kol, sem flutt eru út, og má búast við þvi, að það verði gert, ef striðið verður lengi. Salt Liverpool 19/6 pr. smálest. Verð á fiski og fiskiafurðum áfram- haldandi hátt og útlit fyrir svipað verð eftirleiðis. Slld (islensk) Bergen 55 a. kíló. — — Stettin 75—77 mörk pr. tn. — Hamborg 76—78 m. » » Lýsi, meðalalýsi, Bergen 250 kr. pr. tn. Aðrar tegundir frá 145—164 kr. » » Saltfiskur, besta teg., alt að 135 kr. pr. skpd. Smáfiskur Genua 168 líra pr. 100 kiló. Labrador — 142—148 líra pr. 100 kiló. ísa — 152—154 — » 100 — Þetta er núverandi verð á ofannefnd- um vörutegundum, og er eins og áður er tekið fram, útlit fyrir svipað verð á- fram. Jeg mun eftir nokkra daga senda ítarlegri skýrslu yfir verðlag, og reyna að senda 'slíkar skýrslur með sem stystu millibili, en hinsvegar geyma til árslok- anna að tara itarlegar út í verslunar- sakir, nema ef sjerstök atriði skyldu gera það nauðsynlegt, að minst væri á þau sjerstaklega. Alt er gert hjeðan til að teppa sem mest innflutning á matvöru til Þýskalands og ef það tekst að fá hin hlutlausu ríki til að banna útflutning þangað af islensk- um afurðum er þau hafa keypt með það fyrir augum að selja hverjum þeim er best býður, þá hefur slíkt bann eðlilega slæm áhrif á markaðsverðið. Síld er nú þegar talað um að gera að bannvöru en sem betur fer er islensk síld öll þegar seld. Líverpól 5. okt 1915. Matth. Pórðarson. í^kýrsla Yflr verðlag og fleira til FiskiQelags Islands. Kaupmannaliöfn 1. nóv. 1915. Fiskur og fiskiafurðir áframhaldandi í háu verði. Þannig hefur afhnakkaður þorskur, besta iegund, verið seld fyrír alt að kr. 14-5 pr. skippund. Porskur óaf- hnakkaður, besta tegund, alt að kr. li>5 pr. skippund, og aðrar tegundir hlut- fallslega. Síld í heilum förmum hefur síðast verið seld hjer á 63 aura pr. kíl. Þó hefur tekist að fá fyrir millislld seinfisk- aða út af Horni kr. 75 fyrir tunnuna. Síld er heldur að lækka í verði. Bergen 31. okt. íslensk sild er nú borguð 68 aura pr. kíló. Þann 27. þ. m. var alls innflutt til Noregs 244,300 tunnur islensk síld. Engin verslun hefur verið gerð með meðalalýsi siðustu daga og verður því að álíta verðið svipað og síðast. Brúnt lýsi hefur selst á 210 kr. tunnan. Verð á íslenzkri síld í Stettin er nú 86 mörk. Hamborg 88 mörk tunnan. Lýsisverð er þareins og hjer segir: Með- alalýsi 328 mörk, hvallýsi nr. 0 310—316 m., sellýsi 290—300 m., ljóst sildarlýsi 290—300 m., og brúnt lýsi 240 mörk hver tunna. Síldarveiði hefur verið með betra móti eftir þvi sem ástæður hafa leyft bæði í Norðursjónum hjá Skotum og Englend- ingum og eins við strendur Danmerkur og Svíþjóðar, og hefur verðið verið al- staðar mjög hátt. Síldarverðið á Eng- landi hefur verið frá 50—95 shillings fyrir »cran« af nýrri síld. 1 cran vigtar 178 kfló. Mest öll sú sild er veiðist við strendur Skotlands og Englands er seld innan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.