Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 11
ÆGIR
153
Likt þessu hefur lika oft farið, þegar
menn hafa dottið út af skfpum. Lik hafa
oft og einatt örlög þeirra orðið, sem náðst
hafa, þegar þeir hafa verið komnir að því
að drukna. Við þá hafa vanalega engar
endurlifgunartilraunir verið gcrðar, fyr
en læknirinn hefur komið til skjalanna,
kannske ekki fyr en eflir margar klukku-
stundir, og hefur maðurinn þá venjulega
verið dauður, ef hann hefur verið kom-
inn nærri druknun þegar i hann náoist.
En ef endurlífgunartilraunir hefðu strax
verið viðhafðar, hefði auðveldlega mátt
endurlífga hann, þvi með þeim má lifga,
þó mjög sje komið nærri köfnun.
Þegar ósyndur maður fellur í vatn,
kemur hann vanalega upp á yfirborðið,
reynir að lyfta höndunum upp úr vatn-
inu og kalla á hjálp. Vanalega þegar
maðurinn hefur brotist um dálitla stund,
hefur hann tapað loftinu úr lungunum
og fylt magann af vatni. Þetta og um-
brotin orsakar það, að maðurinn sekkur
bráðlega. Hin almenna ímyndun, að
druknandi maður komi þrisvar upp á
yfirborðið áður en hann sekkur alger-
lega, er röng; hvort hann kemur upp
eða ekki eða hvað oft hann gerir það,
er algerlega komið undir atvikum.
Þegar ósyndur maður dettur í vatn,
er mjög áriðandi fyrir þnnn sem bjargar,
að tapa engum tíma, þvi búast má við
að sá, sem er að drukna, sökkvi á hverju
augnabliki og komi ekki upp á yfirborðið
aftur, og er þá mjög óvist að hægt verði
að finna hann, sjerstaklega þó í grugg-
ugn vatni. Þó er mjög nauðsynlegt, sjer-
staklega þó ef vegalengdin er löng, sem
björgunarmaðurinn þarf að synda, að
gefa sjer tima til að fara úr þeim fötum,
sem mest baga sundið, t. d. eins og yfir-
frakka, jakka og stígvjelum, þá verður
maður lika þess hraðsyndari.
Þegar menn þurfa að steypa sjer til
sunds af háu, t. d. eins og skipi eða
bryggju, og vita ekki um dýptina fyrir
neðan eða um botninn, hvort hann er
grýttur eða ekki, er best að láta fæturna
ganga á undan niður i vatnið og synda
svo bringu- eða baksund, þvi þau sund
er hægast að synda i fötnm af öllum
sundum.
Þvi næst þegar sundmaðurinn kemur
að þeim sem er að drukna, verður hann
að varast að láta hann ná á sjer föstum
tökum, þvi vist er það, að druknandi
maður grípur i hvað sem hann getur,
og hlifist auðvitað elcki við að færa þann
i kaf með sjer, sem er að bjarga honum.
Best er að björgunarmaðurinn sje það
fær i björgun, að hann geti synt biklaust
framan að þeim sem er að drukna, tekið
um miðja handleggina á honum og snú-
ið honum á bakið. Áríðandi er að halda
höfðinu vel upp úr vatninu, þvi þegar
sá sem er að drukna, finnur að hann er
i öruggum höndum, mun hann fljótt
verða rólegur.
Þegar svo ber til, að maður sekkur og
kemur ekki upp á yfirborðið aflur, er
best að fara ekki óðslega að neinu, sjer-
staklega ef vatnið er djúpt eða gruggugt,
en taka vel eftir loflbólum, sem koma
upp af þeim, sem eru að drukna, í lygnu
vatni beint upp, en i straumvatni ská-
halt, þannig að leita verður að mannin-
um ofar upp i strauminn en þar sem
lofibólurnar koma.
Áður en sundmaðurinn kafar lil botns,
verður hann að draga vel að sjer and-
ann, flýta sjer siðan til botns, gripa utan
um höfuð eða herðar þess sem er að
drukna og kippa honum upp i fangið,
setja hægra hnjeð i mjóbakið á honum
og spyrna vinstri fætinum i botninn af
öllu afli, og rykkja sjer þannig upp á
yfirborðið; verður þá eingöngu að synda
með fótunum.