Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 13
ÆGIR 155 Pcgar tekið er yfir ura raanninn raiðjan og handleggina, verður björgunarmaðurinn að leggjast vel ofan á þann sem er að drukna, taka djúpan andardrátt, setja aðra hendina á öxlina á honum, svo hún taki yfir herða- blaðið, en hina hendina á hökuna, og á sama tíma að setja hnjeð i brjóstið á honum, rjetta síðan snögglega úr fætin- um og handleggjunum og fylgja vel á eftir. Auðvitað verður björgunarmaður- inn að hafa iosað neðri handlegginn til að geta þetta; það er auðveldast með því, að fikra þeim á víxl niður á við. Margur hugaður maður hefur farist á þvi, að reyna að bjarga öðrum, og að likindum oftar fyrir að kunna ekki að- ferðirnar við að losa sig af druknandi manni, enn þekkingarskorti á björgunar- aðferðunum sjálfum. Þessar æfingar þurfa að lærast nákvæmlega og vera æfðar nákvæmlega i vatninu, til þess að þær geti komið að fullum notum, og svo er hverjum óhætt, sem kann þær að ráðast i að bjarga druknandi manni, þó hann sje sjálfur ekki mikill sund- maður. * * * Hvernig farið skal raeð mann, sem korainn er að drnknim. Þegar manni, sem kominn er að þvi að drukna, er náð upp úr vatninu, er áriðandi að reyna strax að endurlifga hann. Aðferðirnar verða að vera fram- kvæmdar með sjerstakri varúð og' þolin- mæði, þvi i mörgum tilfellum hafa menn verið endurlifgaðir með þeim eftir margra klukkustunda tilraunir. Þegar maðurinn hefur ekki tapað andardrættinum, er ekki nauðsynlegt að viðhafa endurlifgunar- aðferðirnar, heldur setja manninn á hlið- ina og skerpa andardráttinn með þvi, að halda fyrir vitunum einhverju, sem hefur sterka lykt, t. d. pipar, tóbaki o. s. frv. Gott er að hneppa frá öllu, sem þrengir að, svo það tefji ekki fyrir blóð- rásinni. Endurlífgunaraðferðirnar eru þannig: Sjúklingurinn skal lagður á grúfu, með fæturna beina og hendurnar fram með höfðinu. Siðan skal sá sem endurlífgar leggjast á hnjen við vinstri hlið sjúklings- ins, setja hendurnar flatar á mjóhrygg- inn á honum með þumalfingrunum nærri því saman, og i beinni linu fram eitir hrygnum, fingurna breidda út yfir rifin báðum megin við hrygginn. Síðan skal lagst fram á handleggina beina, aföllum likamsþunga hægt og stöðugt, og pressa brjóstholið saman. Með þessari aðferð er loftið (og vatnið, ef það er nokkuð) pressað úr lungunum og maganum. Svo skal sá sem endurlifgar, rjetta snögglega upp bakið, samt án þess að lyfta hönd- unum frá baki sjúklingsins, til þess að leyfa brjóstholinu að þenjast út. Þannig skal líkaminn sveigður aftur á bak og áfram fram á hendurnBr 12—15 sinnum á minútu, án þess að stansa nokkuð. Með þessu er loftið knúð út og inn um lungun, á likan hátt og þegar andað er að og frá; þegar þrýst er á bakið, fer loftið út úr lungunum, og þegar bak- sveiflan er tekin, þenjast rifin og loft sog- ast inn. Þessu verður að halda áfram þangað til reglulegur andardráttur hefur náðst. Meðan verið er að endurlifga, má, ef hægt er að koma því við, nota heita bakstra við allan líkamann. Gott er t. d. að setja heita flösku við iljarnar og undir hendurnar, og skal hitinn vera mældur við olnbogann, þannig að maður þoli hann vel. Þegar andardrættinum er náð, er best að hætta við endurlifgunartil- raunirnar, settja sjúklinginn á bakið og nudda hanu. Allur likaminn skal nudd-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.