Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 15
ÆGIR 15? heiman frá einsiöku mönnurn er óskað hafa eftir vei'slunarsamböndum hjei', og hefi jeg gefið þeim viðeigandi svör. Þó get jeg ekki látið hjálíða að geta þess að nú sem stendur ér markaður svo hár á fleslum bieskum vörum að varla getur komið til mála að setja sig í ný vei'slunarsambönd þar, fyrr en kaup- endur liata gengið úr skugga um það, að vörurnar sjeu ekki fáanlegar eða dýrari hjá hinum hlutlausu landa versltínarhús- um. Þau lönd sem við ófi'iðinn eru i'ið- in, eru eins og nú stendur, betri kaup- endur en seljendur þvi fi'amleiðslan er, eins og menn munu auðveldlega skilja, mjög svo takmörkuð og tæplega fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru heima fyrir. Ófriðurinn breiðist meir og meir út og engin getur gert sjer grein fýrir hvar takmörkin kunni að verða að síðustu, eða hvar endalokin verða. Vörur stíga því ennþá í verði og flutningsgjöld hækka. Verslunarblaðið Journal of Commerce frá 1. okt. fer svofeldum orðum um flulningsgjöld og útlit á komandi vefri: »Flutningsgjöld á hveiti og kornvörum frá Ameríku liingað til Bretlands hefur mjög mikil áhrif á verðiö á þessum vör- um og flutningsmarkaðinn yfir höfuð að tala. Óheyrilega hátt verð liefur nú þeg- ar verið borgað til þess að tryggja sjer skip til flutninga á þessum nauðsynja- vörum frá Ameríku og llkur eru miklar til þess að flutningsgjöldin liækki mikið ennþá. Flutningsgjald á hveiti frá Ame- riku var áður lægst 1 pence pr. buchel, en er nú 1 shilling og 8 pence, eða með öðrum orðum 20 sinnurn hærra. Áhrif flutningsgjaldsins á hveitiverðið verður best skýrt með þvi, að gera sér grein fyrir, að hleðsla — 214 smálestir — af hveiti koslar nú £ 2500 eða kr. 45,000, og þar af er tjórði hluli verðsins, kr. 12,000, að eins flutningskostnaður. Næstu viku má búast við að gjaldið hækki á slíkri Iileðslu um alt að kr. 1000, og verði þannig um 13,000 kr. Fíutningsgjaldið var áður á slíltri sendingu að eins kr. 1,080. Flutningsgjöld á argentiskum afurðum er um 500°/o hærri en áður en stríðið byrjaði, og Afriku ílutningsgjöld um 375°/o hærri. Mismunurinn sem er á þessum flutningsgjöldum, jafnar sig víst mjög bráðlega, þannig að hin siðastnefndu ílutningsgjöld hækka að sama skapi og hin«. Hver er orsökin — spyr blaðið — til þessarar áframhaldandi geipihækkunar á ílutningsgjöldum? Og verður svarið auðvitað vöntun á skipum, en jafnframl afskaplegt okur hjá skipaeigendum, er raka saman of fjár. Formaðurinn fyrir »Bord of Trade« hefur verið beðinn að gefa einhver góð ráð, er gæti takmarkað þessi síhækkandi flutningsgjöld, einkum með því að sefja háverð á þau, er ekki mætti fara yfir, og gaf hann það svar, að slikt ‘væri ó- mögulegt, þvi þá yrði að setja háverð á alla skapaða hluti, sem verslað væri rneð, eða yfir höfuð á alt, og það yrði ófram- kvæmanlegt og hefði alt aðrar afleiðingar en ætlast væri til, og þess vegna yrði að þola þetta, eins og aðrar afleiðingar stríðsins. Verð á útlendum vörum hjer lalið í krónum. Kornvara 100 kiló: Hveiti eftir gæðum frá 32—36 kr. Rúgmjöl — — — 31—33 — Haframjöl 35 — Mais 19 Kol Best Newcastle steam 19/6 fob.Blyth. — ----smalls 12/ » — Hamilton Ell 17/9 » Glasgow — Cardiff Steam 27/ » Cardiff.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.