Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 7
Æ GI R 149 eiga að máli, og skal þá miða þóknun- ina við tilkostnað þann og fjártjón, sem hjálpin hefur bakað þeim, er veitti. Þegar skip eru i háska síödd, sknlu þau gera bending með fána, sem stjórn Samábyz'gðarinnar segir nánar fyrir um. Þau mega ekki þiggja hjálp hjá öðrum, ef auðið er að fá bjálp hjá skipum úr sama fjelagi, sem þau eru i. 10. gr. Þegar skip, sem vátrygt er beint af Samábyrgðinni, verður fyrir á- falli, sem Samáhyrgðinni bcr að bæta, er skípstjóri 'skyldur til að skýra tafar- laust umhoðsmanni Samábj’rgðarinnar i þvi hjeraði, þar sem slysið hefir viljað til eða skipið hefur Ieilað að landi vegna bilunar, frá því, er að höndum hefur borið, eða ef enginn umboðsmaður er þar, þá að senda aðalskrifstofunni i Reykjavik skýrslu um málið með sím- skeyti (simnefni: »Samábyrgðin«) eða á þann hátl, er það verður fljétast gert. Skylt er hæði skipstjóra og útgerðar- mönnum að gera alt, sem i þeirra valdi standur, til þess að draga úr tjóninu, svo að það verði sem allra minst. Þeim ber og að fara eftir þeim ráðstöfunum, sem aðalskrifstofa Samábyrgðarinnar eða um- boðsmaður hennar kynnu að gera i því skyni. Á vátryggjendum hvilír skylda lil þess að færa fram sönnur fyrir tjóninu og hve miklu það hefur numið. Skipstjóri er skyldur til að gefa ná- kvæma skriflega skýrslu um atburðinn að drengskap viðlögðum og með eiðstil- boði, og auk þess að láta i té allar þær upplýsingar, er orðið geta íil leiðbein- ingar við matið á skaðabótaskyldu Sam- ábyrgðarinnar. Skýrsluna skal tafarlaust senda aðalskrifstofu SamábjTgðarinnar og á hún að vera undirskrifuð afallri skips- höfninni, auk skipstjóra. Ennfremur ber að gefa skýrslu fvrir yfirvaldi því, er næst býr. Umboðsmaður Samábvrgðarinnar á þeim slað, þar sem skipið hefur leitað að landi vegna bilunar, annast um, að tjónið verði metið af virðingarmönnum Samábyrgðarinnar svo fljótt sem auðið er og áður en byrjað er á viðgerðinni, og að matsgjörðin verði að þvi búnu þegar send aðalskrifstofunni. í mats- gjörðinni á að slanda: a. Lýsing á biluninni. b. Áætlun um, hvað viðgerðin muni kosta eða útvegun á nýjum munum í stað þeirra, er skemst hafa eða farist. c. Verð hinna skemdu muna, eins og þeir eru, er utvega verður aðra nýja i staðinn fyrir, og d. Hæsta dagatala, sem ganga á til viðgerðarinnar. Öll skjöl og reikninga, er þetta mál snerla, skal senda aðalskrifstofunni. Á- kveður hún skaðabæturnar svo fljóttsem auðið er samkvæmt skaðabótareglum þessarar reglugjörðar og með nákvæmri hliðsjón af matinu á tjóninu og virðing- argjörðinni, sem vátryggingin er miðuð við. Þvi næst er skaðabótunum ávisað til úlborgunar. tl. gr. Skip má ekki dæma ónýtl vegna þess, að efni og tæki vantar til aðgerðar á þvi, fyr en leitað hefur verið úrskurðar Samábyrgðarinnar um, hvort reynt skuli að koma skipinu til aðgerðar. Ennfremur er ónýtingarúrskurður (kondemnation) um skip því að eins bindandi fyrir Samábyrgðina, að verð skipsins, í þvi ástandi sem það er, að viðbættum viðgerðarkostnaðinum á bil- un þeirri, er það hefir orðið fyrir, fari fram úr vátrvggingarfjenu. Um mótorbáta og mótorskútur gildir ennfremur það sem hér segir:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.