Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 6
148 ÆGIR urnýjast með endurnýjunarkvittun, þeg- ar virðing heíir ekki farið fram á ný. Ef ný virðing hefir aftur á móli farið fram, er gefið út nýtt ábyrgðarskírteini. Vátryggja má 80% af virðingarfjárhæð- inni og minni bluta af henni. Samábyrgðinni er heimilt, ef hún finn- ur ástæðu til þess, að neita að vátryggja skip nema fyrir litlum hluta af virðing- arfjárhæðinni. Samábyrgðin má eigi án endurtrygg- ingar takast á hendur hærri ábyrgð eu 15000 kr. fyrir einstakt far og 5000 kr. trygging á afla, veiðarfærum og útbún- aði á einstöku skipi. Endurvirðing fer fram árlega, þegar skipin koma i höfn og þau geta orðið skoðuð. Allan kostnað við virðingu og endur- virðingu skipa bera eigendur þeirra. Skipstjórar á hinum vátrygðu skipum verða að fullnægja þeim reglum, sem settar eru í gildandi lögum á hverjum tíma um rétt til að vera skipstjóri á slik- um skipum, sem þeir eru fyrir, og í þeim siglingum, er þau ganga, Skipin verða einnig að fullnægja ákvæðum lag- anna um úlbúnað, áhöfn, Ijós- og bend- ingafæri o. 11. Hvert það skip, sem hefur mótor i lok- uðu rúmi, skal hafa meðferðis öflugt slökkvitól, sem tekið er gilt af Samábyrgð- inni, og skal það haft einhversstaðar fyrir utan vélarúinið, þar sem auðvelt er að ná til þess. í vélarrúminu mega ekki vera nein slík tæki, sem eldur er nolað- ur við, að undanleknnm lömpum þeim, sem nauðsynlegir eru við rekstur og gæslu mótorsins. 9. gr. Samábyrgðin bætir tjón það og skaða, er hlutir þeir, sem ílokkaðir eru undir A. og B. í 8. gr. kunna að verða fyrir af völdum storms og annars óveð- urs, af slrandi, af því að skip ber ásker eða grunn, eða því hvolfir, af skipbroti, ásiglingu, árekslri, brotsjó, eldi og sam- rekstri við fasta hluti eða íljólandi á sjónum. Fyrir tjón á mótor ogöðrum vélum,gang- skrúfum, öxlum, vindum og alls konar skipsbúnaöi verða skaðabætur einungis greiddar, ef skip strandar eða ber á sker eða grunn eða það verður fyrir tjóni af árekstri eða eldsvoða, og' þó því að eins, að það sannist, að tjónið á skipsbúnað- inum stafi ekki af sliti eða slíkri bilun, að hann geti ekki talist að hafa verið í gildu og sjófæru standi. Ef segl skemmast eða fúna eða þeim er svift burtu af stormi, ef akkeri, kaðl- ar, járnfestar eða dragreipi skemmast eða brotna, ennfremur ef stifa verður síðar í burtu það, sem skemst hefur, rifnað, slitnað eða brotnað, þá skoðast það sem slit og eru engar skaðabætur greiddar fyrir það. Fyrir tjón, sem stafar af þvf, að siglu- viðir brotna eða fastareiði slitnar, skal aftur á móíi greiða skaðabætur. Enn- fremur greiðast skaðabætur fyrir tjón á akkerum, járnfestum og landfestum, er skoðast sem sameiginlegt sætjón (havari grosse). Akkerisfestar og akkeri fiski- skipa teljast til íiskiáhalda, þegar þau eru notuð á fiskimiðum, og falla þá ekki inn undir þessa vátryggingu. Öll skip og bátar, sem vátrygð eru i Samábyrgðinni, eru skyld til að hjálpa hvert öðru úr háska; sömu hjálp skal og veita skipum annara fjelaga, hafi þau og Samábyrgðin samið um að veita hvort öðru slíka hjálp. Borgunar fyrir lijálp- ina verður eigi krafist eftir venjulegum björgunarreglum, heldur skal hún á- kveðin af stjórn Samábyrgðarinnar, eða, ef þess er heldur óskað, af þeim, er hlut

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.