Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 10
152
ÆGIR
eru reiknaðar út eftir þeim reglum, sem
á hverjum tima er farið eflir af sjóvá-
trj'ggingarljelögunum i Kaupmannahöfn.
Þegar gert er við þilskip vegna bilun-
ar, sem snertir Samábyrgðina, greiðir hún
skipstjóranum 4 kr. á dag fyrir daglega
umsjón og aðstoð meðan á viðgerðinni
stendur, þó ekki fram yfir þá dagatölu,
sem ákveðið er í matsgerðinni, að ganga
þurfi til viðgei ðarinnar, nema það sann-
ist siðar, að viðgerðinni hafi vegna ó-
fyrirsjáanlegra atvika ekki geta orðið
lokið á þeim tima, sem ákveðinn var i
matsgerðinni. Dagpeningar þessir mega
þó aldrei fara fram úr 10°/o af skaðabót-
um þeim, sem greiddar eru fyrir tjónið.
Annar kostnaður við skip og skipshöfn,
siglingu í höfn til aðgerðar og dvölina
þar er Samábyrgðinni óviðkomandi.
Skip, sem orðið hafa fyrir sætjóni,
skulu að viðgerðinni lokinni aftur skoð-
uð og virt áður en Samábyrgðin tekst á
hendur að halda áfram ábyrgðinni. Ef
vátrygður hlutur er meira virði eflir við-
gerðina heldur en hann var virtur i á-
byrgðarskírteininu, getur vátryggjandi
fengið verðmismuninn vátiygðan gegn
því að greiða aukag jald, sem nánarverð-
ur ákveðið. Vátryggingarhækkunina skal
rita á ábyrgðarskírteinið.
Þá er sameiginlegt sætjón (havari grosse)
ber að höndum, skal farið eftir hinum
almennu reglum um það. Fyrir fjón og
kostnað, sem ekki er talið sameiginlegf
sætjón, i niatsgerð (dispache), er gerð er
lögum samkvæmt á rjetlum slað, verða
ekki heimtaðar skaðabætur með skírskot-
un til þess, að þetta sje sameiginlegt sæ-
tjón samkvæmt íslenskum lögum.
Hernaðartjón og afleiðingar þess eru
Samábyrgðinni óviðkomandi.
Sljórn Samábyrgðarinnar sker úr því,
hver sje skaðabótaskylda Samábyrgðar-
innar og hvernig skaðabótum skuli haga,
þegar engin ákvæði finnast um það i
þessari reglugjörð, og skal hún hafa hlið-
sjón af þeim ákvæðum, sem á hverjum
tima standa í samþyktum og ábyrgðar-
skírteinum sjóvátryggingarfjelaganna i
Kaupmannahöfn og af hinum almennu
reglum löggjafarinnar.
0m suid, bjorpu og endurlífguu.
Sund er betri íþrótt en allar aðrar, til
að styrkja og vernda heilsuna. Með því
að æfa það, fæst hin hollasla hreyfing
fyrir brjóstið, sem hægt er að fá, og þar
með styrkir það blóðrásina og hreinsar
blóðið; lika styrkir það vöðvana og tauga-
kerfið. Fyrir utan alla þessa kosti er
sundkunnátfan nauðsynleg, ekki einungis
til að vernda sjálfan mann frá druknun,
heldur líka til að hjálpa öðrum, þegar
slys ber að höndum.
Margir drukna venjulega á hverju ári,
og enginn efi er á því, að margir þeirra
hefðu bjargast, ef menn hefðu verið al-
ment syndir og kunnað hinarrjettu björg-
unar- og endurlifgunaraðferðir. Til þess
eru mörg dæmi hjer á landi, að full-
orðnir og hraustir karlmenn hafa drukn-
að i bæjarlæknum eða annari smásprænu.
Allir hljóta að gcta ímyndað sjer hvern-
ig mönnum muni vera innanbrjósls, sem
verða fyrir þvi, að horfa á druknandi
mann brjóiast um i vatninu, og geta
ekki hjálpað honum. En til þess veit
jeg mörg dæmi hjer á landi, um nienn,
sem druknað hafa t. d. í ám, að þeir
hafa ílotið fram á yfirborðinu eins og
rekald, og þeir sem þetta hafa sjeð, hafa
orðið að gera sjer það að góðu, að ganga
fram með ánni og horfa á það, sem var
að gerast, uns það var um garð gengið.