Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 12
154 ÆGIR Þegar verið er að bjarga, verður að gæta þess vel, að eyða ekki kröftunum til ónýtis, t. d. að berjast ekki í fáti upp á móli straum eða falli, heldur synda skáhalt undan ef unt er, og reyna þannig að ná fyrirhuguðum stað. ★ ¥ ¥ Ejörgunaraðferðir eru aðallega flmm, og verður að nota þær eftir þvi hvort sá sem bjargað er brýst um eða ekki, eftir vegalengdum o. s. frv., og eru þær sem nú skal greina: Regar madurimi hroyfist ekki, er best að snúa honum á baldð, taka utan um höfuðið fram á kinnar og láta lófana taka út yfir eyrun, halda honum siðan frá sjer með beinum handleggjum og synda á bakinu, og leggja mikla á- herslu á að halda höfðinu á honum vel upp úr vatninu. Þegar maðuriim brýst uiu, er best að velta honum á bakið eins og áður, taka fast um bandleggina á honum upp við olnboga og draga þá siðan upp á við, þar til þeir eru komnir i beina línu við herðarnar; skal þá björgunar- maðurinn liggja á bakinu og sjmda með fótunum. Þetta tak gerir hjörgunar- manninum auðveldara að sljórna þeim sem er að drukna, þar sem hann getur hvorki snúið sjer við eða náð i hann. I‘egar erfitt er að halda hamlleggjimum eða ná handfestu á þeim, skal sá sem bjargar setja handleggina á sjer undir höndurnar á þeim, sem er að drukna, (eigi má þá fara framan að), selja lófana á brjóstið eða axlirnar á honum, og spenna síðan handleggina aftur í beina línu við herðarnar, eins og ef tekið er um handleggina. Ef manninum er náð vel í þetta tak, getur hann ómögulega hreyft sig. Pegar maður, seiu kann sund, hefur örmagnast eða fengið sinadrátt, eða hver sem getur verið rólegur, er besl að láta hann leggjasl á bakið, og setja brjóstið og magann vel upp, halda um axlirnar á björgunarmanninum með handleggina beina frá sjer. Gott er lika, að hann taki yfir um mittið á björgun- armanninum með fótunum, til að halda þeim uppi, ef þeir vilja sökkva. Björg- unarmaðurinn syndir á bringunni bæði með höndum og fótum. Þetta er lang einfaldasta björgunaraðferðin, og án efa má ^ynda með mann miklu lengra með þvi að nota hana en nokkra aðra. ★ ¥ ¥ Aðferðin til að losa sig úr tökum druknandi manns: Þegar tekið er yfir ura úlfliðiua á björgunarmanninnrn, verður lrann að snúa báðum handleggjunum samstundis á rnóti þumalfingrunum á þeim, sem er að drukna, og slá þeim beint úl og nið- ur á við, og' þannig að setja úr liði þum- alfingurna, ef ekki er hægt að losa hand- leggina á annan hátt. Þegar tekið er yfir um liálsinu á björgunarmanninum, verður hann að draga vel að sjer andann og leggjast vel ofan á þann, sem er að drukna, og á sama tima að faka með annari hendinni i mjóhrygginn á honum, en setja hina i beina línu við öxlina yfir handlegginn á þeim, senr er að drukna, og taka vrm nefið og kreista það nreð fingrununr eins fast og' hægt er, setja lófann undir hök- una og ýta manninum svo frá sjer af öllu aili. Þegnr nefið er kreist, verður sá sem er að drukna, að opna munninn og reyna að anda að sjer nreð honum; sogar hann þá ofan i sig vatn, fipast að halda og sleppir tökunum, og er þá til- ganginum náð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.