Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 14
156 ÆGIR aður upp á við, lil að örfa blóðrásina til hjartans. Sjúklingsins skal vera gætt vel, og ef hann hefur verið færður i hús, verður loftið að fá að leika óhindrað um hann. uln 1915. Erlingur Pálsson. Erlendis. Erindreki Fiskiijelagsins erlendis, Matth. Þórðarson er nú sem stendur i Kaup- mannahöfn og mun að ötlum líkindum ferðast um Norðurlönd. Allar fram- kvæmdir á Englandi eins og þar er á- statt nú voru honum að öllu ómöguleg- ar. Stjórn Fiskifjelagsins hefur nýskeð fengið skýrslu frá honum og hefur hún verið um 6 vikur á leiðinni, auk þess er nýkomin skýrsla um verðlag á vörum og er hún birt i þessu blaði, ásamt skýrslu þótt gömul sje. Liverpól 6. okt. 1915. Sljórn Fiskifjelags íslands. Rvík. Jeg leyfi mjer hjer við að senda vður meðfylgjandi skýrslu er jeg hafði mjög svo stutlorða. En þar sem jeg býst við að jeg við fyrsta tækifæri taki mjer ferð á hendur til hinna þriggja skandinavisku landa þá mun jeg senda þaðan mark- aðsskýrslur með sern síystu millibili. Meðan jeg er hjer, hefur mjer verið ráðlagt að senda sem stystar skýrslur, og verð jeg að hlýta þeim úrskurði. Með mikilli virðingu. Matth. Pórðarson. til 8tjórnar Fisklfltdags íslands urn mark- aðshorfnr og verðlag í lok þriðja árs- tjórðungs 1915. Með brjefi dags. 6. ágúst tilkynnir danska sendisveitin á Spáni mjer það, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi ekki tekist að fá lækkaðan innflutningsloliinn á saltfiski, er fluttur er frá íslandi til Spánar, en gefur hinsvegar bestu vonir um að einhver ivilnun muni fást siðar, og að málaleitunum sje haldið áfram til að koma þessu í framkvæmd, ef auðið er. Með brjefi þann 20. s. m., skýrir sendisveitin mjer ennfremurtrá að málið verði tekið fyrir aftur innan skams þótt hún búíst við að árangur geti ekki orðið Ijós, fyr en seinni hluta ársins. Eins og jeg hefi áður skýrt sljórninni frá, þá voru fyrirspurnir og upplýsingar gerðar til mín frá fjelaginu Andrew John- son, Knudtson & Co í Hull um mögu- leikana á þvi að kaupa fisk frá botn- vörpuskipunum islensku yfir haustmán- uðina á höfn í Reykjavik eða annar- staðar á góðri höfn við ísland, og veitti jeg fjelaginu þær upplýsingar er jeg gat og vísaði þeim að öðru leyli fil útgerð- armanna heima. Verið getur að leyfi það sem botnvörpuskipin hafa nú feng- ið til að afferma og selja fislc sinn i Fleetwood hafi orðið þess valdandi að útgerðarmenn sjái sjer engan hag i fyr- nefndri verslun. Til mín bafa komið á slaifstofuna ýmsir menn sem óskað hafa viðskifta- sambands við ísland, einkum með kaup á fiskiafurðum, ennfremur mörg brjef líks efnis, eða viðvikjandi sölu á ýms- um vörutegundum og hefi jeg gefið þær upplýsingar er jeg áleit við eiga. Nokkur hrjef hafa mjer líka borist að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.