Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 1

Ægir - 01.11.1915, Blaðsíða 1
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS 8. árg. j Reykjavik. Nóvember 1915, Til lesenda Æg’is. Áður hefur þess verið getið hjer í rit- inu, að sljórn Fiskifjelagsins hafi sam- þykt að greiða 1 kr. 50 aura fyrir hvern prentaðan dálk í Ægi, þeirra ritgjörða, sem teknar yrðu og fylgja stefnu hans. Því miður berast Ægi fáar ritgjörðir utan af landi og frjettir þaðan ekki á- byggilegar, þegar þær haía borisl langa leið. Deildir Fiskiljelagsins geta haft mörg álnigamál, sem eru þess veið að þau sjeu rædd opinberlega og þeirra málgagn ælti Ægir að vera, Deildir fje- lagsins eru nú um land alt og ættu að hafa sameiginlegan áhuga að frjella hver frá annari; slikt styrkir fjelagsskap, auk þess, sem ætlunarverk Ægis er að ræða málefni fiskimanna, en þá er það fyrst hægt, að þeir sjálfir vilji senda upplýs- ingar eða ritgjörðir úr veiðislöðunum. Vilji einliver byrja munu aðrir koma á eftir. Allar slikar ritgjörðir verða athug- aðar og búnar undir prent af ritsljóran- um, svo það þari' eigi að fæla menn frá að senda, að eitthvað sje athugavert við frágang. Skyldi svo fara, að sendar ritgjörðir eigi vrðu birtar einhverra orsaka vegna, munu þær verða endursendar ef óskað er, en undir allar slíkar ritgjörðir verð- ur sendandi að rita nain sitt og láta ] Nr. íi. þess getið, hvort hann vill láta það standa undir ritgjörðinni eðá ekki. Ulanáskrift er: Mánaðarrilið »Ægir«. Reylqavík. Gamlar aflaskýrsinr. Fyrir nokkrum d"gum kom hr. versl- unarmaður Bjarni Pjetursson á skrif- stofu Fiskifélagsins og sagðist eiga gamla aflaskýrslu eftir föður sinn, Pjetur Bjarna- son fyrrum bónda í Hákoti i Njarðvikum. Vjer spurðum hr. Bjarna hvort hann mundi vilja lána þessar skýrslur til birt- ingar í »Ægi« og var hann fús til þess, og kunnum vjer honum bestu þakkir fyrir. Skýrslur þær, sem hjer birtast ná yfir tímabilið 1851—1871 eða 21 ár og birt- ast hjer orðrjett eins og Pjetur heitinn hefur frá þeim gengið. í þeim er fróð- leikur mikill, þær eru saga fiskiveiða þeirra tima, og góðar til samanburðar, hvað þá kom á land af fiski og nú. Verð á fiski á umgetnu timabili mun ekki nálægt því eins hátt og það er nú, og gegnir það furðu að þeir, sem hafa haít sjósókn og fiskiveiðar sem aðalut- vinnuveg, skuli hafa komist af, sumir með fjölda manns i heimili, en hvernig scm það er, þá komust margir þessara manna vel af og sumir jafnvel taldir efnamenn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.