Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 6
46 ÆGIR og má það heita tilviljun ein, að 50 manns er nú bjargað frá dauða i einu, en enginn ráðstöínn, og þetta er endurtekning, og sama getur komið íyrir á komandi vertíð- um, að því undanteknu, að þá er máske ekkert skip á liinum rjetta stað, þar sem hjálpa þarf. Hugsum allir um þelta, það er alvar- legt málefni. Grein þessa rilaði jeg hinn 31. mars og bað jeg hr. Rorst. Gíslason að hirta hana í Lögrjetlu, sem fer víðar en Ægir. Greinin kom svo í Lögrjettu 5. apríl. Fáum dögum síðar kom botnvörpuskip inn með mann, sem hafði beinbrotnað. Slysið vildi lil fyr- ir sunnan land og hefur sigling sú verið dýr, einkum þar sem farið var frá besta afla, en allar siglingar með veika menn verða dýrar, þegar farið er frá fiski. Dæm- in gælu orðið mörg væru þau talin upp, en hvert þeirra ætti að vekja umhugsun um þetta efni. Sveinbjörn Egilson. Síldin og síldveiðarnar sumarið 1915. Eg heíi hvergi séð neilt yfirlit yfir sild- veiðarnar i sumar er leið, nema örstult yfirlit i ísafold yflr aflann, eftir Þorstein J. Sveinsson, né minst á það, hvernig sildin hagaði sér, en sumarið var i tvennu tilliti sérstaklega merkilegt: hið mesta aflasumar, sem hér hefir enn komið, og óvrnalega mikið hafís-sumar. — Eg hefi reynt að afla mér upplýsinga um hvorl- tveggja eftir föngum, og hygg að mörg- um lesendum Ægis þyki fróðlegt að fá að vita hið helzta um það, enda eru nú sildveiðarnar að verða einn stóri þáttur- inn i fiskiveiðum vorum. Aðalveiðisvæðið er, eins og' alkunnugt er, hafið úti fyrir Norðurlandi, milli Hornstranda og Langaness og hinir stærri firðir utanverðir. Langmest er veitt í snyrpinælur (herpinætur), og nokkuð i reknet. Veiðitíminn er sumarmánuð- urnir þrír, júlí, ágúst og september. í sumar stóð svo sérstaklega á, að hafís lá viða við Norðurland i byrjun veiði- tímans, svo að úllilið var all-iskyggilegt. Hefði ísinn legið alveg fram úr (o: til höfuðdags) er sennilegt, að úti hefði ver- ið um alla veiði, og að hinn mikli við- húnaður, sem hafður er nú orðiðj hefði orðið arðlaus, og' útgerðarmenn og aðrir, sem við veiðarnar eru riðnir,! beðið stór- tjón. Eins mátti og búast við þvi, þó að ísinn hefði nú farið mikið fyrr, að sjórinn hefði þá verið orðinn svo kald- ur af ísnuin og ef til vill ætislaus, að síldin hefði ekki sýnt sig. En það fór alt betur en á horfðist; is- inn fór skyndilega allur siðustu dagana í júlí, og bar ekki neilt á þvi, að ná- vist hans hefði fælt sildina svo mjög, eða æti hennar, því að síldartorfur sá- ust jafnvel (á Ejjafirði) innanum jak- ana 17. júli, og viku fyr höfðu veiðst nokkurar tunnur við Gjögurtá. En afli byrjaði fyrst að mun 27. júli, og varð að lokum óvenjumikill, eins og síðar mun verða skýrt frá. Veiðitiminn var úti um miðjan september. I þetta sinn hélt sildin sig mest við vestanvert Norðurland. Veiddist hún mest á utanverðum Skagafirði og úti fyr- ir Fljótum, út af Skaga, og við Geirólfs- gnúp. Annarstaðar var veiði litil, eink- um var lilið um sild austantil, milli Eyja- fjarðar og Fistilsfjarðar. Þó féksl einu sinni glefsa á Axarfirði og úti fyrir Sléttu, og við Langanes (á Þistilsfiðri) var tölu- verð sild. Veiðina stunduðu (samkv. skýrslu E*. J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.