Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 11
Æ G I R 51 Skýrsla Olafs T. Sveinssonar yfir limabilið 1. jan. — 1. april 1916. Fyrsta námsskeiðið á þessu ári í mót- or-vjelfræði, var haldið í janúar við Stýrimannaskólann i Reykjavik; jeg hafði ekki áður kent mótor-vjelfræði hjer í Reykjavik, og skal jeg' í fáum orðum skýra frá þvi hvernig það atvikaðist, því upphaflega var ællast til að jeg kendi að eins út um landið. Eins og mörgum er kunnugt, var á siðasla alþingi ákveðið, að stofnaður skyldi vjelstjóraskóli hjer í Rejrkjavík, en um leið og ákveðið var að stofnu skólann, voru kröfurnar til vjelstjóraprófs þyngdar að mikum mun. Áður, þá var að eins ein vjelfræðisdeild fyrir vjelstjóra við Stýrimannaskólann, en fjell um leið úr gildi, sem skólinn var stofnaður. Vjel- fræðiskennari slýrimannaskó 1 ans, varð nú forstöðumaður vjelskólans. Skólinn tók að starfa 1. október 1915, með tveimur deildum. * Á Slýrimannaskólanum hafa undanfar- in ár verið haldin mótor-námsskeið, og hefur vjelfræðiskennari skólans verið kennari þar. Við slofun vjelstóraskólans þá hefur starf hans aukist að svo mildum mun, að hann sá sjer ekki fært að halda mót- or-námsskeið hjer i Rvik, sem undan- tarin ár, en þar sem fram komu ótal heiðnir um að haldið yrði námsskeið, var nauðsynlegt að gera eitthvað i því sem áður. í brjefi sinu til Fiskifjelagsins fer lor- stöðumaður vjelskólans íram á það, að Fiskifjelagið leyfi vjelfræðiskennara sin- um> að kenna mótor-vjelfræði á náms- skeiði, sem baldið var á stýrimannaskól- anum i janúarmánuði. Fiskifjelagið varð við þessari beiðni forstöðumannsins því álilið var, að nauðsynlegt væri að halda námsskeið hjer sem annarsstaðar, og var því ákveðið að jeg skyldi lcenna mólor-vjelfræði við Stýrimannaskólann í þetta sinn. I3elta námsskeið hyrjaði 4. jan. og end- aði 4. febr. og sóttu það 42 nemendur, er ílestir voru úr næstu veiðistöðum við Reykjavík. Af þessum 42 sem sóttu námsskeiðið, voru 33 er gengu undir próf í mótor-vjelfræði, er haldið var að loknu námsskeiðinu. Prófið stóð yfir í 4 daga. Prófdómendur voru skipaðir af stjórnarráðinu, þeir hr. verkfræðingur Jón Porláksson og forstöðum. vjelskólans hr. M. E. Jessen. Af þessum 33 sem gengu undir prófið, voru 29 er stóðust það. Þegar þetta námsskeið við Stýrimanna- skólann var húið, var strax ákveðið að jeg færi með e/s »Flóra« til Akureyrar, til að halda námsskeið þar, eftir sam- komulagi við fiskifjelagsdeildina á Akur- eyri. Langt var síðað að áformað var að halda mótor-námsskeið á þessum slað, en ekki hægt fyrr, vegna örðugra sam- gangna o. fl. Jeg fór hjeðan frá Reykjavík 17. fehr. með »Flóru«, og kom lil Akureyrar 21. s. m. Stjórn deildarinnar á Akureyri hafði undirbúið námsskeiðið eftir besta megni, safnað áskriftum þátttakenda, út- vegað húspláss o. fl., og sluðlaði að þvi, að sem mesl gagn gæli orðið að þvi, eftir því sem föng voru á. Námsskeiðið stóð yfir frá 24./2—13./3, að báðum dögum meðtöldum, það sóltu 37 menn, er margir voru utan úr Eyja- firði frá Hrísey, Dalvílc og 1 frá Ólafs- firði, flestir voru frá Akureyri, en enginu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.