Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 24
64 ÆGIR Verð á steinolíu hefur hækkað í Noregi um 4 aura kil. Norskt hvalveiðafjelag hefur mist við eldsvoða fljótandi hvalveiðaslöð í Suður- hafmu og brunnu þar 22000 föt af lýsi. Öll útlend mynl lækkar í verði, 1 I er nú melið á kr. 16,00. Kaupmannahöfn 10 apríl 1816. Með mikilli virðingu. Matth. Þórðarson. Steinolíu-mótor fyrir gnluvjel. I amerikanskri ferju, sem gengur yfir arm af San Francisko-bugtinni, er í stað- inn fyrir gufuvjel settur steinolíumótor, sem talist getur einn af þeim stærstu, er notaðir hafa verið við þenna atvinnu- rekstur. Vjelin vegur 50 tonn og er 600 H. 0., þetla aíl er framleitt i fjórum bulluhylkjum og er hvert þeirra 16" í þvermál, snúningshraði vjelarinnar er 225 á mínútu. Vegalengdin sem skipið fer, er stutt, og þar sem eldneytisbrúkunin hættir þegar vjelin er stöðvuð, sýnir það sig, að reksturskostnaður þessa mótors verður töluvert minni en sá, við hina fyr noluðu gufuvjel. (T. f. U. v.). Ó. S. Bieselruótor í ameríköuskum skipum. í amerikanska skipinu »Maumee«, sem smíðað er á skipasmiðastöð i New-York verða tveir ameríkanskir Dieselmótorar, bver 5000 H. ö. Þetta verður það aíl mesta mótor-skip, sern smíðað hefur ver- ið. Margir bíða óþolinmóðir eftir þvi, að fá að vita hvernig vjelarnar reynast. Fyrslu tilraunir sem gerðar voru við hvern þessara 5000 h. a. mótora, er sagt, að hafi ekki að öllu leyti verið sem á- kjósanlegastar. Þessar tilraunir fóru fram á verkstæðinu. (T. f. U. v.). Ó. S. Il|áli)i*ædi»lici‘iun hefur nýlega lát- ið prenta frásögn um æíi, trúboð og rannsóknarferðir Davids Livingstones; liefur hr. Halldór Jónasson cand. þýtt hana úr Dönsku. Þelta er ágæt bók, og ættu sem ílestir að kaupa hana, einkum þar sem aðalmark útgáfunnar er, að safna fje til sjómannaheimilis þess, er nú á að koma á fót hjer í bænum. — Sökum ýmsra anna í aprílmánuði, bæði við prófin á stýrimannaskólanum og afgreiðslu á olíupöntunum, varð jeg ofseinn með aprílblað Ægis, og verður hann því tvöfaldur í þella sinn, fyrir mánuðina apríl og maí. Svbj. E. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.