Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR
49
Eg hefi reynt að ná i hinar áreiðanleg-
ustu heimildir.
Það er sagt að Otló sal. Wathne hafi
verið vanur að segja, er hami var að
hugsa um að koma einhverju því í fram-
lcvæmd, er hafði nokkurn kostnað i för
með sér: »Det kommer an paa Silla«.
(Það er undir síldinni komið), o: hvort
hún veiddist og hvernig hún seldist.
íslendingar eru nú víst farnir að sjá
það, að ekki er svo lítið undir sild-
inni komið fyrir þá; það sýna hinar
síðast tilgreindu tölur. Wathne sagði
lika að sildveiðin (inni á fjörðum)
væri »el forfærdeligt Lotteri« (voðalegt
hættuspil). Það er síldveiðin úti á rúm-
sjó nú ekki, en síldarverzlunin getur ver-
ið fallvölt stundum. Því mega menn
ekki gleyma.
B. Sœm.
Andþófsstjóri.
Með þessu nafni á þvi áhaldi, sem jeg
kallaði rekdufl, aðrir drifakkeri og 11.,
segir hr. Jón Pálsson bankagjaldkeri, að
síra Oddur Gíslason hafi nefnt tæki þetta
i fyrirlestrum sínum. Nafnið virðist gotl
og væri vonandi að það hjeldist, og yrði
oft á vörum sjómanna, þvi það væri
sönnun fyrir því, að tækið væri notað.
Fyrir skömmu fjekk jeg brjef frá ung-
um manni fyrir norðan, sem skýrir mjer
frá, að hann liafi andþófsstjóra í bát sín-
um þegar hann fari á sjó, og er vonandl
að fleiri taki það upp, einkum þar sem
taeki þetta er komið í verslun hjer í bæ,
og vart mun líða á löngu þangað til á-
byrgðarfjelögin gjöra mönnum það að
skyldu, að hafa andþófsstjóra með sjer i
róðra.
Ágætt dæmi upp á kæruleysi sjómanna,
sagði mjer gamall útgerðarmaður að
vestan, fyrir skömmu. Svo stóð á, að
ilt var að fiska á einu skipi hans vegna
þess hve hralt það rak. Kom honnm
þá til hugar að láta andþófsstjóra fylgja
þvi, svo að hann stöðvaði það, þegar
menn væru að draga fisk, og var sá
stjóri i laginu sem regnhlif; kom hann
þessu í framkvæmd og afhenti skipverj-
um tækið. Næst er skipið kom inn ljet
skipshöfnin vel yfir þessu, þeir höfðu
notað andþófsstjórann við veiðar og hann
reynst ágætlega og þó reyndist hann enn
betur í ofviðri er skipið hreppti. I3að
lá fyrir honum seglalaust meðan það
stóð yfir, og fór vel í sjó. Þelta var nú
reynsla þeirra, en hvað skeður. Þegar
skipið var nýlagt á stað i næstu ferð,
verður útgerðarmanninum reikað fram
á hryggju; sjer hann þá í fjörunni eitt-
hvað drasl, sem hann þykist þekkja og
fer að athuga þetta. Þar liggur þá and-
þófsstjórinn góði — hafði verið lle^’gt
þarna. Þegar skipið kom inn næst, spurði
útgerðarmaður skipstjórann, hvers vegna
þeir hefðu fleygt þessu í fjöruna. Svarið
var: köllunum þólti hann vera fyrir og
vildu ekki hafa hann. Þannig er sagan,
og ekkert getur lýst kæruleysinu betur,
en að fleyja því, sem vel hefur reynst
þegar á lá.
Það liafði litinn árangur, þegar tímar
liðu fram, alt það starf, sem síra Oddur
Gíslason inti af hendi; þegar hans orða
og ráða misti við, hvarf áhugi manna að
nota þau ráð, sem hann kendi, — báru-
fleygar og annað lagðist niður, en þó
voru allar kenningar og ráð síra Odds
sjómönnum þaríleg, og gefin til þess að
afstýra slysum. I þá tið, sem hann vann
að þessu, þekkust ekki mótorbátar, en
nú virðist timi kominn til að rifja upp
eitthvað af kenningum sira Odds, því