Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 12
52
ÆGIR
frá Siglufirði, eru þó margir mótorbátar
þar.
Af þessum 37 mönnum, voru að eins
17 er gengu undir próf, er haldið varað
loknu námsskeiðinu, og þar af voru 15
er stóðust það. Prófdómendur voru
skipaðir af bæjarfógetanum á Akureyri,
þeir Jóh. Steinsson vjelstjóri og Steindór
Jóhannsson járnsmiður. Að svo fáir
gengu undir prófið, var af því, að menn
voru ráðnir á fiskiskip, sem voru að
fara til veiða á Yestfjörðum, og gátu þvt
ekki verið lengur, en urðu að fara, þá
er námskeiðið stóð sem hæst yfir. Upp-
hailega hafði jeg hugsað mjer að vera
þar töluvert lengur, en sá mjer það ekki
fært, sökum þess hve langt var á milli
skipaferða hingað suður. Jeg fór frá Ak-
ureyri með »Ceres« þ. 1S. marz, og kom
til Reykjavíkur 23. s. m.
Áhugi manna á Akureyri fyrir þessum
námsskeiðum, virðist vera ágætur, og á
mörgum öðrum stöðum Norðurlands,
vænta menn þess, að slik námsskeið
verði haldin svo oít sem ástæður leyfa.
Arsskýrsla
fiskiíjelagsdeiltlarinnar »Hvöt«.
Útdráttur úr gjörðabók deildarinnar.
Hinn 14. febr. 1915 hjelt deildin aðal-
fund; voru þar lagðir fram reikningar
deildarinnar fyrir síðasl. ár. Iíosnir starfs-
menn fyrir deildina og fulltrúi á fjórð-
ungsþing á ísafirði. Ennfremur kosin 3.
manna nefnd til að athuga íshúsbygg-
ingu á Flateyri, og hrinda því ináli á-
leiðis. — Umræður urðu um vitamál og
fulltrúa falið það til flutnings á fjórð-
ungsþingi.
Hinn 19. jan. 1916 hjelt deildin fund,
þar var tekið til meðferðar vitamál. Eft-
ir nokkrar umr. kom svohlj. till.: Fund-
urinn er eindregið þeirrar skoðunar, að
vitaslæði á Sauðanesi sje heppilegra en
vitastæði í Keflavik, og felur stjórn deild-
arinnar að svara brjefi Fiskifjelagsstjórn-
arinnar með rökstuddu áliti. Samþ.
I þvi máli kom svohljóðandi lill.:
Fundurinn felur deildarstjórn að sluðla
lil þess eftir megni, að gerð sje tilraun í
þá ált að hagnýda sundmaga og fiski-
maga, og koma þeim í verð. Samþ.
Eftir nokkrar umr. í því máli kom
þessi till.:
Fundurinn telur nauðsynlegl að koma
upp hafnar- og leiðarljósi á Flateyrar-
odda, og beinir til Fisifjel. íslands, að
hlutast til um, að gerð sje áætlun um
kostnað, og væntir þess jafnframt að það
styrki deildina til að koma Jiessu i fram-
kvæmdir. Samþ.
Hinn 5. marz 1916 hjeld deildin aðal-
fund, voru þar lagðir fram endurskoð-
aðir reikningar deildarinnar og sam-
þyktir.
Út af brjefi frá stjórn Fiskifjl. íslands,
urðu nokkrar umræður, og var að þeim
loknum kosin 3. manna nefnd til að at-
huga brjefið og koma með ákveðnar lil-
lögur í því efni, og leggja þær fyrir deild-
ina, svo fljótt, sem vera mætti.
Úví næst var til umr. íshúsmál. Eftir
nokkrar umr. var samþ. svohlj. till.:
Fiskideildin »Hvöt« á Flateyri vill styðja
sem mest hún má, að íshúsfjelagi Flat-
eyrar.
Þá var og samþ. og fela deildarsljórn-
inni að leitast við að fá mánaðarlega
aflaskýrslur frá formönnum.
Að þessu loknu var kosin deildarstjórn
og endurskoðendur.
Hinn 26. mars 1916, hjelt deildin auka-
J