Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 17
ÆGIR 57 farið, hefur gjört það að verkum, að minna hefur verið kej’pt af fiski en áður. Nj’jar sendingar frá Norvegi munu tæplega lcoma hingað, þar sem verðið þar, er fult svo hátt og hjer. Það hefur alment vakið mjög mikið athygli meðal hinna hlutlausu verslunar- þjóða, hinar siðustu ráðstafanir Englendinga með útflutning á kolum, og breytingu þá er gjörð hefur verið á 19. gr. liinnar svokölluðu Londonar-samþykt frá 25. febr. i fyrra. Board of Trade í London hefur gefið út auglýsingu um, að eftir 25. april n. k., geti skip því að eins fengið kol á Bretlandi, að þau flytji þangað farm, sem eigi að losast þar eða i einhverju hinna sameinuðu ríkja. Undanþegin eru þó skip er sigla í reglubundnum póstferðum til Bretlands, eða skip er geta sannað með vottorði frá Board of Trade, að þau liaíi ekki gelað fengið farm. Að hve miklu leyti þetta kemur til að snerta ísland, er ekki unl að segja að svo slöddu, en, fremur er ástæða til að ætla, að nefnd auglýsing sje eingöngu stíluð til þeirra landa, er hafa mestar siglingar um Norðursjóinn, og hafa skip í stöðugum Iluln- inguin með kol frá Englandi, án þess þau flylji aðrar vörur þangað aflur. Og hvað Island snerlir sjerslaklega, er alt af hægt að sanna, þegar með þarf, að farmur hafi ekki verið fáanlegur þaðan. Hvað viðvíkur breytingu á 19. gr. Londonar-samþyktarinnar, þá er luin á þá leið, að skip eða farmur verður ekki undanþegin upptöku, þótt brotist liafi í gegnum herlínu Englendinga, að eins af þeirri ástæðu, að farmurinn er ællaður til lilul- lausra hafna. Jeg leyfi mjer að senda hjer með: »Sild og Saltfiskretter« og »Opskrift paa Retter af Sild«, úlgeíið af Selskabel for de norske Fiskeries Fremme, livorutveggja eftir munnlegum tilmælum ráðherra. Jeg hefi bælt við riti um »Klipfisk og Törfisk i Husholdningen« og »Opskrift paa Retter af BIaaskel«, útgefnu af sama fjelagi. Að jeg ekki náði í fieiri eintök, var af því, að fjelagið átli svo fá rit, en upplagið þrotið i Noregi. Jeg þykist vita, að ráðherra hefur hugsað sjer að þessi rit æltu að birasl i is- lenskri þýðingu, og væri því æskilegt, að sljórn fjelagsins sneri sjer lil hans við- víkjandi þessu. Með ófriðnum hefur vaknað sú hreyfing — einkum að mjer er kunnugt — á Englandi og Þýskalaudi, að hvert land eigi að spara sem mest, og hagnýta sem best landsins eigin afurðir, og mun sú hreyfing að líkindum eiga sjer aldur eftir að ófriðn- um lýkur. Þessi kenning samhliða hinu háa verði á öllum nauðsynjum, og örðugleik- unum á að alla þeirra, æltu að vera mönnum livöt lil að hagnýta sjer sem best þau hlunnindi, sem til eru í rikum mæli við strendurnar, en liltölulega ódýrt og auðvelt að uá í. þessi ril sem hjer utn ræðir, hafa unnið sjer mjög mikla hylli í Noregi, og ættu í góðri íslenskri þýðingu — útbreiddri um land alt —, að gela unnið jafnmikið gagn hjá okkur. Með mikilli virðingu. Matlh. Pórðarson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.