Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 7
ÆGIR
47
4- Sv.), 18 botvörpungar frá Faxallóa, 8
gufuskip frá Norður- og Austurlandi, 11
mótorskip og nokkur seglskip (með rek-
net). Svo voru útlendingar: 180 norsk
gufuskip, mólorskip og seglskip1), 6 sænsk
skip og nokkur dönsk. Flestöll þessi
skip höfðu stöð á Siglufirði, Eyjafirði og
Raufarhöfn.
Framan af veiðitímanum var veiðin
mjög misjöfn, en batnaði eflir þvi sem á
leið, og varð aflinn að lokum mjög mik-
ill, miklu meiri en nokkuru sinni áður,
enda var lika skipafjöldinn og úlvegur-
inn miklu meiri. Eftir því sem eg hefi
getað komið næst, hefir allur aflinn sem
á land kom, orðið eitthvað um 523,500
tunnur. Aí því er talið að farið hafi um
150,000 tnr. (100,000 »mál«) i síldarverk-
smiðjurnar (80,000 í Ivrossanes verksmiðj-
una. 70,000 í Siglufjarðarverksmiðjurnar),
373,000 tnr. (þar af 8000 tnr. á Raufar-
höfn) saltaðar til útflutnings, og 500 tnr.
til beitu. Auk þess veiddu útlendingar
mikið í reknet, sem saltað var úti á sjó
og var aldrei lagt á land. Hve miklu
það hefir numið er ekki gott að vita,
sennilega nokkrum tugum þús. tunna,
svo að allur aflinn við Norðurland hefir
orðið töluvert vfir 525,000, ef lil vill
550,000 tnr.
Við Anstfirði litur úr fyrir, að verið
hafi mikil síld um tíma, og gekk hún
inn í suma firðina. Seyðisfjörður fyltist
alt i einu af síld 27. júli, án þess að
hennar ju-ði nokkuð vart á undan, og
hvarf aftur mjög skyndilega 28. ág., í
vestanstormi og mistri. Það fyrsta sem
veiddist var stórsíld, en síðan mest
millisild. í nót veiddust c. 1800 tnr.
og c. 100 tnr. í lagnet. Af þessu voru
1000 tnr. saltaðar til útílutnings, hilt fór
i íshúsin til beitu. — Á Reyðarfirði varð
1) Norsk Fiskeritidende segja250 norsk skip.
fyrst vart við sildina 25. júlí, og var hún
þar, samfara mikilli rauðátu, fram um
miðjan ág. Um sama leyti var og síld í
Fáskrúðsfirði. í Reyðarfirði (og Eski-
firði) og Fáskrúðsfirði, veiddust i lása
4480 tnr. alls, og mistist þó mikið, og svo
veiddust í Reyðarfirði i (6) kvíanælur
(stauranætur) 1120 tnr„ og í lagnet 190
tnr.; 360 tnr. af kvíanótasíld, og sennilega
eitthvað af lagnetasíld í Fáskrúðsfirði,
segjum alls 400 tnr., fóru til beitu. Hitt,
c. 5850 tnr. var flutt út.
Við Vestiirlancl stunduðu nokkurir mót-
orbátar frá Ísafirðí síldveiðar með snyrpi-
nót (í fyrsta sinn). Síldar var vart inni í
Djúpinu (við Æðey) 23. júlí, og 27. s.
m. fór að veiðast i snyrpinót og lása
inni í Seyðisfirði og Álftafirði, og stóð
það til mánaðarloka. Síðar fór að veið-
ast út undir Grænuhlíð og á Aðalvík, og
að lokum, siðari hluta ágúst, alt austur
við Geirólfsgnúp (»Geirhólm«). Míldð
var víst af síld á þessum slóðum, slór-
sild og stór millisíld blönduð saman.
Veiðin varð: í snyrpinælur 7300 tnr., í
lása 1750 tnr., í reknet 200 tnr., svo að
öll veiðin hefir orðin c. 9250 tnr. Út voru
fluttar 8250 tnr. og í ihúsin lagðar 1050
tnr.
í Faxaflóa og í »kringum Jökul« stund-
uðu tvö skip reknetaveiðar til beitu.
Varð aílinn hjá þeim 3600 tnr.
Inni i sundum hjá Reykjavík var lölu-
verð sildarganga í júlí og veiddist nokk-
uð. Einnig var sagt að mikil síld hefði
verið i sumar víðar við Suðurland, svo
sem við Vestmanneyjar, í E^^rarbakka-
flóanum, í Grindavik og einkum í Hafna-
sjó, en lítið veitt.
Af þvi sem nú hefir verið sagt, virðist
mega álíta, að sild hafa verið umverfis
alt landið í sumar, bæði úti á rúmsjó og
víða inni í fjörðum, stundum alveg uppi
í landsteinum. — Stórhveli hafa hvergí