Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 10
50 ÆGIR ínönnum dylst það ekki, að þeir mnnu að mörgu hættulegri fleytur en róðrar- skipin gömlu. Hjer hverfur nú hver mótorbáturinn eftir annan og það á rúm- sjó; — ekki eru þeir þó ótrauslari hvað smíði álirærir — hvað er það þá, sem slysum veldur? Er það kæruleysi, of- dirfska, vankunnátta eða vantar eitthvað á bátana, sem gæti orðið að liði, er í nauðir rekur. Hjer er nú orðinn sá ara- grúi af lögum og reglugjörðum með til- heyrandi undanþágum, að almenningur botnar ekki í neinu, og ver mætti verja landsins fje, en að gera út mann til þess að tina úr þeim það, sem misskilningi getur valdið, og hafa þau svo ljós, að allir skilji aðalatriðin, i það minsta það er siglingar áhrærir, taka það fram, sem á að vera og framfylgja þvi. Hinar mörgu undanþágur eru vanvirða allra landsmanna og sanna það, að þeir sem tögin sömdu hafi verið á báðum átlum, hvað var rjett og ekki rjett. Lög um öryggi skipa og báta ællu að vera greini- leg og stutt, fyrirskipa alt, er nauðsyn- legt er, til þess að lifi manna og eignum sje borgið, að svo miklu leyti sem þar verður gjört, en ekki heldur heimta að óþarfa hlutir fylgir bátum. Lög eru fyr- ir þvi, að slökkviáhald fylgi hverjum mótorbát og mun það heita svo, að flesl- ir mótorbátar eigi þau, en að hverjum notum koma þau, et kviknaði í bátnum, þegar þau eru skilin eftir i landi, eða að eins tóm hylkin, sjeu höfð mcð á sjóinn. En hver athugar þetta? Lög munu fyr- ir því að segl fylgi bátunum, en hvernig eru þau segl á sumum þeirra og hvernig reiðinn vfirleitt, — vjelin á að hafa íyrir öllu, en þegar hún bilar á rúmsjó, og kunnátla mótormannsins nær ekki nógu langt til að laga það, sem laga þarf, hvað þá? Sumir munu hugsa sem svo, fari á- byrgðarfjelögin að heimta of mikið af okkur, þá vátryggjum við ekki; en þau lög gætu komið og ættu að vera til, að liver formaður væri sömu lögum háður, hvort heldur að hann væri á vátrygðri eða óvátrygðri íleytu, að hann hvernig sem ástæði, væri skyldur að hafa alt það á bátnum er forðað gæli slysi. Hann hefur annaðhvort fengið skýrteini írá stjórn landsins fyrir þvi, að hann hafi sannað sjómannshæfilegleika sína og þeir verið teknir gildir, og fyrir því á hann að hafa virðingu, eða að almennings-álit og eiginn dugnaður hans hafi gjört hann að formanni, og það á hann einnig að virða og ekki rýra með kæruleysi og glannaskap. Það er húið að drasla svo lengi, að slys fara að þykja nátturleg og þá er illa komið, — og það eru þegar farin of mörg lif í sjóinn, til þess að ganga þegjandi fram hjá því, athugunar- laust, og það eru miklu fleiri afleiðingar af slysum þessum, en menn alment gjöra sjer grein fyrir. Jeg vil nú að endingu henda mönnum á, að það borgar sig að gjöra tilraunir, og reyna hvernig bátar þeirra fara fyrir þessu tæki. Fiskideildir æltu að gangast fyrir að fá einn andþófsstjóra til að byrja með hjá sjer, og sem sýnishorn til að sniða eftir. Einn lcostur hans er sá, að við hann má binda poka með lifur í eða öðru, sem gefur frá sjer brák; deyf- ir það sjóinn framundan bátnum og hann liggur í lygnunni. Andþófsstjóra hefur hr. kaupmaður Sigurjón Pjetursson hjer í Reykjavík látið sauma, og' mun geta afgreitt pant- anir, en stærð hátsins, sem hann er ætl- aður, verður að taka fram þegar pantað er. */b 1916. Svbj. E.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.