Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 8
48 ÆGIR sést með henni, það eg heíi til spurt; hrefnur (hníflar) voru fáeinir í Álftafirði og Seyðisfirði vestra og eins í Reyðar- firði. — Áta var víst alstaðar með sild- inni; framan af var urmull af sandsílis- seiði með síldinni í ísafjarðardjúpi, en við Norðurland og eflaust lika í Seyðis- firði eystra loðnu-seyði, en siðar rauð- áta (krabbadýr). Hafði verið mjög mik- ið um hana í Reyðaríirði (sjórinn rauð- flekkóttur). Við Suðurland hafði verið mikið af smáufsa með síldinni og í Isa- fjarðardjúpi mikið af stórum smáufsa (þrevetrum ufsa). Um miðjan sept. var síldin víst yfir- leitt farin að draga sig burtu frá landinu, til djúpanna, því að þá eru veiðar al- staðar hættar; en út í það atriði skal eg ekki fara frekara. Séu tölurnar hjer að framan nokkurn veginn næfri því rétta, og sé gert ráð fyrir, að 300 sildir fari að jafnaði i hverja tunnu, þá hafa veiðst hér þetta sumar nál. 170 miljónir sílda (sbr. næstu grein). Það er mikið dráp, en mergðin og við- koman er líka mikil. Loks er að gefa yfirlit yfir allan aíl- ann, og reyna að meta hann til peninga. Það hefir áður verið sagt að veiðst hafi: á Eyjafirði og Siglufirði... c. 515500 tnr. - Raufarhöfn............... c. 8000 — - Seyðisfirði ................... 1900 — - Reyðarf. og Fáslcrúðsf. 6250 — - ísafirði................. c. 9250 — - Faxaflóa ...................... 3600 — og öðrum stöðum í lagnet c. 500 — Saintals, c. 545000 tnr. sem að viðbættum reknetaafla Norð- manna gæti orðið 570000 tnr., samkvæmt þvi sem áður er sagt. Af þessari sild hafa c. 388100 tnr. ver- ið saltaðar og fluttar út, c. 6950 tnr. far- ið til beitu, og afgangurinn, eða c,. 150000 tnr. farið í verksmiðjurnar1). Þegar nú þekking vor á aflaupphæð- inni er ekki nákvæmari en þetta, þá er elcki gott að meta hana til peninga. Sé gert ráð fvrir, að verðið á síldinni upp úr sjónum hafi verið: til söltunar 8 kr,, í beitu 25 kr., og í vei-ksmiðjurnar 4 kr., þá verður aflinn (látið hlaupa á þúsund- um)|: 3105000+174000+600000=3879000 kr. virði, og að viðbættum rekneta afla Norðmanna eflaust 4 fullar milj. lcr.; en hvers virði hann er fullverkaður veit enginn með neinni nákvæmni. Sé gert ráð fyrir að saltaða síldin hafi verið keypt hér á 30 kr. tn. að jafuaði2), þá eru það 11643000 kr., og að reknetaafla Norð- manna meðtöldum c. 12 milj. kr. Samkvæmt góðfúslegum upplýsingum sýslumannsins í Eyjatjarðarsýslu, voru fluttar út 20000 tunnur af sildarlýsi og 16725 kílóvættir af »gúanó«, sem hann telur 325000 kr. virði, og sé sildarlýsið gert 100 kr. tunnan, þá verða það sam- tals 2325000 kr. Kemst þá allur aflinn upp í nál. Í41/2 miljón kr., og er það ekk- ert smáræði. Hafi nú íslendingar selt nál. 120000 tnr. (eins og N. Ft. segir), þá eru það 3600000 kr., og að viðbættri iæitusíld og síld í verksmiðjur, verða þá í þeirra lilut lík- lega 4 milj. kr. brúttó. Þ. J. Sv. segir það rúmar 3 milj. nettó aí saltaðri sild að eins, og kemur það ekki illa heim. Geti einhver gert þessa áætlun nákvæm- ari, væri gaman að sjá hana á prenti. 1) Norsk' Fiskerilid. segir, aö alls haíi veriö saltaðar 368,652 tnr. (Norðmenn 216,956, íslend. 119,358, Danir 8,100 og Sviar 24,238 tnr.), svo aö ekki er gott samræmi i skýrslunum, og sýnir bezt, hve aílaskýrslunum er ábótavat. 2) Veröið var vist reiknaö 35 a. pr. kg., og fiskpökkuð tunna á 80 kg. = 28 kr., cn eg set þaö dálítíð hærra, pvi að það hækkaði mikið. J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.