Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1916, Blaðsíða 20
60 ÆGIR vildi til meðan á björguninni stóð, voru það alls 38 menn, er »Esther« bjargaði. í sama veðrinu bjargaði skipstjóri Guð- mundur Jónsson á mótorbátnum »Frej'ju« skipshöfninni at mótorsldpinu Guðrúnu frá ísafirði, sem var komin að því að sökkva, og voru þeir 10 talsins, sem hann bjargaði. — Það hefur margoft borið við, að mönn- um hefur verið bjargað úr sjávarháska hjer við land, og þeir sem bjarga tefla oft á tvær hættur — um slík verk eru fáein orð skrifuð í blöðin, og svo er þvi gíeymt. Slíkt getur eigi verið til að örlá menn lil íramkvæmda. Vegna þessa mannúðarverks sem þessir nefndu skipstjórar unnu, ásamt skips- höfnum þeirra, hinn 2J. mars s. ]., ákvað stjórn Fiskifjelagsins, að sýna þeim ein- hvern vott viðurkenningar, og hinn 25. apríl ld. 6 um kveldið, var báðum skip- stjórunum afhent verðlaun auk skraut- ritaðra ávarpa til skipstjóra og skipshafna, á skrifstofu Fiskifjelagsins. Guðbjarli skipstjóra var afhentur silf- urbikar og á hann letrað: Til Guðbjartar Ólafssonar skipstjóra. Viðurkenning fyrir björgun 38 manna úr sjávarháska 24. mars 1916 frá Fiskifjelagi íslands. Guðmundi skipstjóra var afhentur kik- ir og á hann letrað: Til Guðmundar Jónssonar skipstjóra. Viðurkenning fyrir björgun 10 manna úr sjávarháska 24. mars 1916 frá Fiskifjelagi íslands. Svo var umtalað, að hin skrautrituðu ávörp fylgdu skipunum. Frá ^orlákshöfn. Frá þvi með góukomu, hefur sjór og veður i þetta sinn ávalt verið svo, að frá Þorlákshöfn höfðu mótorbátar getað róið hvern dag, þar til norðanverðið gerði þann 24. mars, eða um 30 daga. Til þess nú að gera sjer dálitla grein fvrir atlamissi þeitn, sem stafar í þetla sinn af hafnarleysi i Þorlákshöfn, skal þess getið, að meðalhlutur af þorski mun vera 256 stykki á hvern bát hjer austan Ölfusár í dag, frá því þeir fóru að róa á bankann, sem þó ekki var fyr en viku af góu, vegna brims á Eyrarbakka og Stokkseyri. í Þorlákshöfn ern nú 464 sjómenn, og mundu nægja á 60 slika báta, og afía- tjónið þvi að fyllstu líkindum 60x256= 15360 fiskar á dag, eða samtals — frá þvi að Eyrarbakka og Slokkseyrar bát- arnir ioru að aíla þar vestra — 317200 fiskar, og er hjer ekki oflalið, þar sem þó slept er 7—10 dögum, sem útsjór var ágætur fyrstu daga góunnar, þó ekki yrði róið hjer vegna brims, eins og áður er sagt. Hefur þvi aílatjónið orðið geysimikið í þetta sinn, beinlínis fyrir hafnleysi hjer austanfjalls. Hjer er einnig ótalið það tjón, sem útvegurinn hjer austan Ölfusár hefur liðið fyrstu viku góunnar, sem ekki var róið vegna sama. Þess skal að lokum getið, að hinir mörgu útvegsmenn, sem skrifað hafa undir, og sýnt fram á nauðsynina á hafn- argjörð i Þorláksliöfn, d. s. í nóv. s. 1., hafa alls ekki bygt álil sitt á þannig lag- aðri bliðutið, sem verið hefur alla góuna, heldur hafa þeir gengið út frá þvi, sem vanaleg reynsla hefur sýnt þeim. Aðseni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.