Ægir - 01.11.1917, Side 5
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS
10. árg.
Reykjavík. Nóvember —Desember, 1917.
Nr. II.—12.
Tryggvi Gunnarsson.
Gunnlaugur Tryggvi er fæddur í Lauf-
ási við Eyjafjörð 18. okt. 1835. Foreldrar
hans voru: Gunnar
prestur í Laufási, Gunn-
arssonar prests í Lauf-
ási Hallgrimssonar mál-
ara, og móðir hans Jó-
hanna Kristjana, dóttir
Gunnlaugs s}7slumanns
Briem á Grund í Eyja-
firði, er var sonur Guð-
brandar prestsá Brjáns-
læk, Sigurðarsonar
prests á Brjánslæk og
má rekja þann ættfegg
í beinan karllegg til síra
Jóns Pálssonar Maríu-
skálds, prests á Grenj-
aðarstað (f 1471).
Foreldrar Tryggva
voru mestu merkis-
hjón. Síra Gunnar var bæði góður prest-
ur og heppinn læknir. Hann var 26 ár
prestur í Laufási, en hafði áður verið
yfir 20 ár skrifari Geirs biskups. Frú
Jóhanna var annáluð fyrir dugnað, gáf-
ur og manngæsku. Áttu þau fimm börn
og var Tryggvi elstur, þá Kristjana, sem
nú mun ein lifa þeirra
systkina, ekkja eftir Pét-
ur Hafstein amtmann,
móðir Hannesar banka-
stjóra, þá Gunnar er
prestur varð á Sval-
barði og Lundarbrekku,
þá Eggert sem varð
þjóðkunnur maður og
yngstur Geirfinnur sem
l'ór til Vesturheims.
Tryggvi naut í upp-
vexti meiri mentunar
en alment gerðist, en
jafnframt var honum
haldið að vinnu. Um
10 ára aldur var hon-
um það fyrirsett t. d.
að prjóna hálfsokk á
dag og kemba fyrir vinnukonu sem sat
við spuna. Tímann sem af gengi mátti
hann nota sjálfur og notaði hann þann
tíma einkum til smiða og teikninga.
Vandist hann því þess vegna þegar í