Ægir - 01.11.1917, Page 10
162
ÆGI R
franska fiskiskútu er strandaði í Fá-
skrúðsfirði, fleytli henni inn fjörðinn,
dró hana á land og gerði hana sjófæra
á fáum dögum, svo henni var siglt milli
landa, og var nálega verkfæralaus. f*að
skip mun Gránufélagið eiga. enn, og
heitir, eða hét, Rósa.
Frægastur er Tryggvi af brúasmíðun-
um. Það var i Noregsferðinni að áhugi
hans vaknaði fyrir því að brúa ár á ís-
landi, en þá var engin brú leljandi á ís-
landi, Hann braust þegar i því að fá
Skjálfandaíljót brúað, en undirtektirnar
urðu afar daufar í fyrstu og um tíma
liggur málið niðri, enda nóg annað að
sýsla.
Þá er það lítið alvik sem verður orsök
til þess, að Tryggvi lofar að gefa efni í
brú á smá á i Fljótsdalshéraði, efbænd-
ur vildu flytja efnið af Seyðisfirði óg
koma brúnni upp.
En það var ekki nóg að gefa efnið,
það varð að hafa það alt tilhöggið, og
það þannig að flytja mætti á hestum og
það þurfti að ákveða gerð brúarinnar.
Það var Tryggvi sem fann upp brúar-
gerðina, gerði teikning af henni, bar
undir erlenda verkfræðinga og fékk lofs-
orð þeirra. Með þeirri gerð eru allar
brýr sem komust upp á íslandi á næstu
árum.
Efnið í hina lofuðu brú flutti Tryggvi
næsta ár til Seyðisfjarðar á skipi Gránu-
félagsins og var það á miklu stærri á,
en lofað var í fyrstu. En deyfðin var
svo mikil í fyrstu að Tryggvi varð að
ganga fast eftir um að efnið kæmist á
staðinn og yrði notað og þurfti jafnvel
að hóta að taka aftur gjöfina. Þessi brú
sem teljast má fyrsta brú á íslandi var
á Eyvindará í Fljótshéraði. — Það er
mikil mannlýsing í þessu fólgin, að það
er ekki nóg að Tryggvi gefi efnið, heldur
þarf hann og að ganga ríkt á eftir að
það sé notað.
Nú rak hver brúin aðra. Kann eg ekki
að nefna þær í réttri timaröð, en þessar
ar eru merkastar: brúin á Skjálfandaflóti,
á Glerá og á Þverá í Eyjafirði og á Jök-
ulsá á Brú. En allra stærst og merkust
er Ölfusárbrúin. Og öll afskifti Tryggva
af því verki, eru ekki síður góð lýsing á
honum.
Alþingi veitti 40 þús. kr. til brúar á
Ölfusá og sýslurnar áttu að leggja 20
þús. En danskur verkfræðingur, sem
fenginn var til að gera áætlun, taldi að
brúin myndi kosta um 80 þúsund. Nelle-
mann íslandsráðherra þorði nú ekki að
staðfesta brúarlögin, því að hann óttað-
ist að hvergi fengist fé til þess að borga
það sem brúin kostaði umfram fjárveit-
ing. Lá málið svo kyrt um hrið og var
ekkert útlit til að verkið yrði hafið.
Þá fór Tryggvi á fund Nellemanns og
lagði fast að honum að láta staðfesta
lögin, en Nellemann þverneitaði. Þá gerði
Tryggvi sér ferð austur að Ölfusá til þess
að líta á brúarstæðið. Ivomst hann að
þeirri niðurstöðu að brúnni mætti koma
upp fyrir 55 þúsund krónur. Átti hann
nú fund með bændum og létu þeir lík-
lega um stnðning og hétu að flytja 300
hestburði ókeypis að brúarstæðinu frá
Eyrarbakka og leggja til 200 dagsverk
við brúarvinnuna. Og þegar suður kom
aftur til Reykjavíkur var honum heitið
að fá 6000 kr. frá amtinu.
Við þessi tíðindi fór Tryggvi utan og
fékk Nellemann til að staðfesta brúarlög-
in og bjóða út brúarsmíðina.n Yar það
gert i Noregi, Þýzkalandi og Danmörku.
Lægsta tllboðið sem kom var 78 þús.
kr. Brást Nellemann nú reiður við og
sagði að Tryggvi hefði komið sér í
slæm vandræði. Þá varð það að samn-