Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1917, Page 14

Ægir - 01.11.1917, Page 14
166 Æ GI önnur hliðin í fari TryggVa* sú sem mest bar á. Maunúðarverkin sýndu hina hlið- ina og komu einkum fram í dýravin- áttu. Tryggva þótti vænst um það tvent, af þvi sem hann hafði gert, það sem áður er nefnt, um afskiftin af Jóni Sigurssyni, og »það sem eg hefi skrifað og unnið fyrir d5rrin«. Eg get þess að fuglalífið í Laufási hafi fyrst og fremst gert Tryggva að dýravin og oft sagði hann söguna um síðasta fuglinn sem hann skaut, þá ungur, og vængbrotin lóan söng: »dýrðin, dju’ðin«. Hann gat aldrei hugsað sér að verða fugli að meini upp frá þvi. Hugsunarháttur íslendinga hefir mjög breyzt siðasta mannsaldurinn, um meiri samúð með skepnum og mannúð í lög- gjöf og meðferð. Því veldur fyrst og fremst einlægasti og alhafnamesti dýra- vinurinn sem þetta land hefir eignast: Tryggvi Gunnarsson. »Dýravinurinn« er kærkomin bók- íslenzkri alþóð og hann hefir um land alt unnið mikið gagn. Tiyggvi hefir gefið hann út frá fyrstu tíð. Hann stoínaði og dýraverndunarfélag og studdi að bættri löggjöf á þessu sviði. Hann var óþreytandi og sívakandi við það slarf. Kemsl Þorsteinn Erlingsson fagurlega að orði í Ijóðununi, sem áður eru nefnd, er hann segir: Og mannúð þinni mæt var þeirra sæla, sem mega líða, þegja’ og hugsa sitl; og það er víst: ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt«. Sist hefði Tryggvi viljað, að því væri gleymt, að hann var dýravinur. Og sist vildi hann að sá bekkur stæði auður sem hann skipaði i því rúmi. Skyldust vinátlunni til dýranna var ástin lil blómanna. Alþingishúsgarðurinn var óskabarn Trjrggva Gunnarssonar. Þar átti hann margar gleðistundir og þar kaus hann sér legstað. Vorannir banka- stjórans, þingmannsins, bæjarfulltrúans og formannsins í ótal félögum voru al- drei svo miklar, að hann mætti ekki vera að þvi að hjúkra nýgræðingnum í alþingishúsgarðinum. Hann vann þar öll verk sjálfur meðan hann gat. Það voru meslu gleðistundir hans núna síðast í sumar, að geta setið í skjólinu og sól- skininu og notið blómailmsins í alþing- ishúsgarðinum. Nú er þar risið veglegt minnismerki yfir honum. Síðustu árin þegar kraftarnir til fram- kvæmda úti urðu minni lagði hann meiri rækt sjálfur við bókaútgáfu þjóðvinafé- lagsins. Þá skrifaði hann mjög mikið sjálfur í almanakið. Og almanakið náði þá afarmikilli útnreiðslu meðal fólks, upplagið var um 7000 og seldist venju- lega upp á skömmum tíma. Tryggva þótti fjarska vænt um það hvað almanakið seldist vel og gerði sér mjög mikið far um að það væri svo úr garði gert að fólk hefði gaman og gagn af að lesa. Honum þótti mjög vænt um þær greinar í þvi, sem honum fanst að fólkið hefði gagn af og má hiklaust telja Trjrggva meðal beztu og hollustu fræðara fólks- ins, eins og hann stjórnað: almanakinu. Aldrei tók Trjrggvi einn eyrir fyrir störf sín sem formaður Þjóðvinafélagsins, þau mörgu ár sem hann var það. Hann fann það í sumar að hann myndi ekki geta annað því lengur. En honum vár orðið það svo samgróið að vera formaður Þjóðvinafélagsins og sjá um almanak og Dýravin, að hann gat ekki slilið sig frá þvi. Það var þinginu i sumar til sóma að það kaus hann í einu hljóði formann félagsins, þótt veikur væri. Það hætti að nokkru fyrir mistök.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.