Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 15
ÆGIft
167
Dugnaður og óeigingii’ni.
Þar sem Trj^ggvi Gunnarsson er til
moldar hniginn, á ísland þeim syni sín-
unx á bak að sjá, sem rneiri og farsælli
verkum heíir hrundið i framkvæmd,
þjóðinni til heilla, en nokkur sem eftir
lifii'.
Mjög margir aðrir hafa safnað meii’i
auð fyrir sjálfa sig. Margir aðrir liafa
sýnt mikinn dugað, fyrir sjálfa sig —
meiri dugnað fyrir sjálfa sig, en hann.
En enginn núlifandi íslendingur hefir
unnið eins mörg og farsæl verk, fyrir
heildina, í framkvæmdum innanlands,
eins og Tryggvi Gunnarsson. Þetta er
mikið mælt, en ekki ofmælt. Og má enn
minna á kvæðt Þorsteins Erlingssonar:
»En þá mun einhvers olckar lítið getið,
er ísland gamla telur hörnin sín,
ef dugur þinn og afl er einkis metið
og enginn nefnir fremdarverkin þin«.
Eegar það tvent fer saman: afburða
dugnaður og óeigingirni — þá er þess
að vænta að starfið verði bœði mikið og
gott. Þvi miður fer það sjaldan saman.
Dugnaðarmennirnir hugsa venjulega lang
mest um sig.
Tryggvi Gunnarsson sameinaði þelta
tvent í sér: afburða dugnað og óeigingirni.
Og svo hæltist það ofan á að honum
var gefið langt líf, ágæt heilsa og loks
óslökvandi löngun til þess að vinna
gagn. — Þess vegna eru störfin svo mörg
sem getið hefir verið og þess vegna eru
þau líka svo góð.
Tryggvi Gunnarsson var mikilmenni.
Fyrsl og fremst vegna dugnaðarins.
Hann var fyrir skömmu nefndur »fram-
faratröllið« i blaði verkamanna hér í
bænum. Og annar ritstjóri hér í hænum
sagði það um hann, að hann hafi verið
margra manna maki. Starfsbróðir Tryggva,
sem starfað hefir lengst með honum allra
núlifandi manna, sagði það um hann,
við þann er þetta ritar:
»Eg get ekki talað yfir honum. Hann
stendur mér of nærri til þess. Það }'rði
álitið oflof, sem eg segði um liann. En
Tryggvi hafði sjálfur óljósa hugmynd um
hvílíkt mikilmenni hann var«.
Dugnaðurinn kom fram í þvf, að eng-
inn glímumaður stóð honum snúning á
yngri árum, enginn afkastaði jafnmiklu
i smíðum á skömmum tíma, Hann brauzt
á milli bæja í bráðófærum veðrum með-
an hann var bóndi. Hann vakti í 7 sól-
arhringa við að gera »Rósu« sjófæra.
Hann gat fram á elliár haft ótal járn í
eldinum, án þess nokkurt þeirra brynni.
Og loks lét hann sjúkdóminn síðasta al-
drei yfirbuga sig. Hann lá ekki einn ein-
asta dag i rúminu. Hann íór á fætur á
hverjnm degi þrátt fyrir óumræðilegar
kvalir. Hann háttaði síðasta kvöldið fjór-
um tímum áður en hann dó, og þó var
langt frá að segja mætti að snögt hafi
orðið um hann.
En dugnaðurinn var ekki nema önn-
ur hliðin. Hin er sú, að hann beitti öll-
um þessum dugnaði öðrum til heilla og
gagns. Hann spurði ekki um það, hvort
þetta eða hitt, sem gera þurfti, væri sér
ábatasamt. Hann spurði einungis um hitt,
hvort það væri heildinni, þjóðinni gagn-
legt. Og — rækist það á, að það sem var
heildinni til gagns, var honum sjálfum
til fjártjóns — þá var ekki að þvi að
spyrja, að hann lók á sig það fjártjón
til þess að vinna heildinni gagn.
Slíkir menn eru sjaldgæfir — nijög
sjaldgæfir. En þegar einhver þjóð eign-
ast slikan son, þá er það helg skylda
liennar að halda veglega á lofti minning
hans, ef ekki til þess að heiðra hann,
þá a. m. k. til þess að sýna hinni upp-