Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 16

Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 16
168 ÆGIR vaxandi kynslóð hið fagra dæmi. I3vi að það er liin mesta gæfa hverrar þjóðar að eignast slíka menn. Þess vegna vill Timinn halda svo veg- lega á lofti minning Tryggva Gunnars- sonar sem kostur er að þessu sinni. Það er forn siður, að menn taka sér og öðrum jafnaðarmenn. Allir sem þekkja sögu íslands munu Ijúka upp einum munni um þao, hvaða mikilmenni for- tíðarinnar Tryggvi Gunnarsson er líkast- astur. Það er Skúli landfógeti Magnús- son. Ber hvorttveggja til um mannjöfnuð með þeim, að þeir börðust mjög fyrir hinum sömu málum og áltu mjög lund saman. Skúli fógeti barðist fyrst og fremst fyr- ir iðnaðarmálinu og verzlunarálinu. Það voru hin sömu mál sem Tryggvi helgaði kraftasína. Munurinn er ekki annar ensá, sem skapast af ólíku aldarfari og kring- umstæðum. Skúli fógeti er mesti fram- kvæmdamaður 18. aldariunar. Tryggvi Gunnarsson var mesti framkvæmdamað- ur 19. aldarinnar. Báðir eiga sammerkt i þessu, að vinna fyrst og fremst fyrir heildina. Það var sagt um Skúla: »Hann var erfiðismaður í mesta lagi, svo hann gat varla iðjulaus verið«. Enn var um Skúla sagt, að hann hafi verið »vinfastur, tröll- tryggur, einlægur og undirhyggjulaus«. Hvottveggja á og bókstaflega heima um Tryggva Gunnarsson. Enn má nefna í fari Skúla »örlæti hans og góðgerða- semi og brjóstgæði gagnvart fátæklingum og munaðarleysingjum«, og á það ekki síður heima um Tryggva. Ólíkir eru þeir aftur á móti að þvi leyti, að Tryggvi var hvergi nærri eins óvæginn við mótstöðumenn sina. Og loks hvílir meiri blessun yfir þeim fyrir- tækjum sem Tryggvi kom á fót, enda naut hann þess að öld var um liðin og þjóðinni hafði stórmikið farið fram um alla manndáð og þroska lil að fylgja ráðum sinna beztu manna. Tryggvi Gunnarsson hefir haft meira fé undir höndum en nokkur annar ís- lendingur. Hann auðgaði sjálfan sig ekki við þá ráðsmensku. Það er fjarri þvi að hann sé ríkur maður, þegar hann deyr. Arfurinn sem hann lætur eftir sig var ekki í hans eigu. Hann gaf hann jafnóð- um. Peningarnir streymdu alt af inn á hann, en hann lét þá ekki í kistuhandr- aðann. íslenzka þjóðin er erflngi hans. Arfurinn eru hinar miklu framkvæmdir víðsvegar um landið. Tryggvi Gunnarssnn var mikill maður vexti og manna styrkastur. Hann var hinn mesti íþróttamaður á yngri árum, hvorrttveggja í senn: manna sterkastur og mjúkastur. Hann var friður maður og hinn höfðinglegasti ásýndum. Hann var gleðimaður mikill. Hann hafði farið víða og brotist í fleiru en samlandar hans, en hafði stálminni, kunni því frá mörgu að segja og hafði ávalt á hrað- hergi skemtilegar og fróðlegar sögur. Hann kunni manna bezt að stilla skap sitt, enda þurfti hann löngum á stilling að halda á æfi sinni. Mætti um hann segja það sem Haraldur konungur harð- ráði sagði um Halldór Snorrason: »að hann hafði verið með honum allra manna svá, að sizt brygði við váveiflega hluti, hvort sem að höndum bar mannháska aða fagnaðartíðindi; þá var hann hvorki að glaðari né óglaðari; eigi neytti hann matar, eður drakk, eður svaf, meira né minna en vandi hans var til, hvort sem hann mætti blíðu eða striðu«. Á kaupstjóraárunum bjó Tryggvi í Kaupmannahöfn á vetrum. Var heimili hans þar miðstöð fyrir íslendinga i borg-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.