Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 31

Ægir - 01.11.1917, Qupperneq 31
Æ G i R 183 Fyrir ísland er slíkt skip alveg bráðnauðsynlegt ef það land á að gefa fylgt með framförum annara landa. Hinar miklu fiskiveiðar umhverfis strendur þess geta gefið af sér ógrynni auðœfa og hagur þjóðarinnar heimtar að slíkt sé hagnýtt. Og ef það er ekki gert munu aðrar þjóðir taka gróðann frá henni. Er það svo hér sem í flestu öðru, að það eru ekki vélarnar eða skipin sem eru svo mikils virði, heldur mennirnir þegar þeir eru nógu vel kunnandi til þess að sljórna þeim og ná mestum hagnaði með sem minstum tilkostnaði. Eg þykist vita að einstakir menn á íslandi séu ekki svo auðugir, að þeir séu færir um að standa straum af skólaskipi, en ef einstakra manna félög gela borgað 12 þús. pd. sterl. fyrir botnvörpung, þá er enginn efi á þvi, að landsstjórn- in islenzka ætti að geta útvegað skólaskip. Og úr því að stjórnin hefir vald til að taka skip sem fiska i landhelgi, því þá ekki að fá sér skólaskip sem um leið fram- kvæmdi strandgæsluna. Liklega mundu sektir tekinna skipa og það sem kæmi inn fyrir björgun nægja fyrir reksturskostnaði og gera fyrirtækið sjálfbjarga. En þetta er nú að eins peningalega hliðin á málinu og er hún harla lítil á metunum á móts við það gagn sem hefðist upp úr góðri æfingu íslenzkrar sjómannastéttar. — Mundi nú ekki vera tiltækilegt að nota skip sem eg gæti útvegað i þessu skyni og sem gæti fengist alveg útbúið fyrir um 3 þúsund pund sterl. — Einnig er til annað skip stærra en mundi kosta hér um bil 5 þús. pd. Bæði mundu hæfileg til síns brúks, en vegna vetrarstórsjóanna við ísland, mundi stærra skipið vera miklu æski- legra. — Vona að heyra meira frá yður. Með virðingu yðar G. J. Wheeler. VI. 3. Bréf til G. J. Wheeler. Liverpool 28. rnaí 1915. Capt. Geo. J. Wheeler, Liverpool. Heiðraði herra. — Hef meðtekið heiðrað bréf yðar frá 22. þ. m. — Tillög- ur yðar um skipshöfnina hefi eg lesið og felst á þær. Heiztu mótorar sem vér not- um í fiskibáta eru »I)an«, »AIpha«, »Skandía« og Gideon«. Af því að »l)an« og »Alpha« eru mest notaðir, þá mun réttast að hafa annan þeirra í bátinn en hinn í bjargdæluna. Viðvikjandi verði skipanna, þá veit eg ekki hvað landsstjórnin mundi sjá sér fært að láta, og vegna þess að bún mun ein skera úr þvi, þá væri bezt að fá fulla lýsingu af báðum þeim skipum er þér hafið minst a. Fyrir mitt leyti mundi eg heldur velja stærra skipið, því að það mundi vera færara um að standast storm- viðrin við strendur Islands og fullnægja þeim kröfum sem gerðar yrðu til þess um lengri tíma1). Með virðingu, j'ðar Matth. Þórðarson. 1) Lagið á skipum peim, sem á boðstólum voru og annað er kom til greina við nánari athugun hér, þótti ekki viðeigandi. Ritstj.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.