Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1917, Page 32

Ægir - 01.11.1917, Page 32
184 Æ G I R Bj örg-unarskip. Eins og sjá má af bréfum þeim, sem fyrir rúmum 2 árum fóru á milli hr. Matth. Þórðarsonar og hr. G. J. Wheeler. þá heflr verið leitað eftir upplýsingum viðvíkjandi sliku skipi. Að þráðlausa íirðskeytastöð vantaði hér hlaut að draga úr áhuga fyrir máli þessu, og auk þess var þá stríðið komið í algleyming' Nú er þráðlaus firðskeytastöð þegar tekin til starfa hér og þykir því tilhlýðilegt að birta álit sérfræðings í útbúnaði slikra skipa hr. Wheelers, því hugmyndin má ekki lognast út af. Sem stendur eru framkvæmdir í þessa átt óhugsanlegar, en von allía er, að nú fari að liða að endalokum ófriðarins og þá fara menn fyrsts að geta hreyft sig. V erzlunarráð og sig'ling'aráð. Verzlunar- og siglingaráð — Board of Trade ætti að hafa verið hér og starfað um nokkur undanfarin ár, af því hefði ekki veitt. Nú er svo komið, að landið . heflr fengið verzlunarráð, en málefni siglinga landsins eru látin eiga sig enn þá, og veitir þó sannarlega ekki af, að einhverju þar væri veitt frekari eftirtekt en gert er, því að sannasý að segja hlýt- ur kæruleysi og hugsunarleysi um mál- efni þau, er siglingar áhrærir, að vera augljóst þeim, sem aldrei hafa á sjó komið, hvað þá þeim, sem stunda at- vinnu við siglingar. Verzlunar- og siglingaráð ætlu hér að vinna saman; þeir atvinnuvegir snerta hvor annan svo, að samvinna þaf ætti að styrkja en ekki veikja. Þetta ráð ætti svo að setja fastar reglur og veita slys- um og ástæðum til þeirra nákvæma eft- irtekt, setja hleðslumerki á öll vöruflutn- ingaskip, svo ekki væri þvi um kent þegar skip sekkur, að það hafi farið af stað of hlaðið, tiltaka verkahring hvers skoðunarmanns skipa, láta siglingamann- inn að eins athuga það, sem hann á að þekkja, og skipasmiðinn það, sem iðn hans gerir hann færan að dæma um, og rugla engu þar saman. Það getur enginn ætlast til þess, að þeir sem stundað hafa siglingar og aldrei lært skipasmiði, geti dæmt um smíðar. Eg fer í minn eiginn barm. Við siglingar hefi eg fengist um 20 ár, og verið 1 vetur á Kaldnesslip á Nötterö við Tönsberg, og hefi meira að segja bók upp á það, en þó dytti mér ekki í hug að taka að mér skoðunargerð á skipi, og eiga að gefa vottorð um skip og reiða. Un reiðann gæti eg ef til vill eitthvað sagt, en um skrokkinn ekkert, af þeirri ástæðu, að á því atriði skoðun- argerðarinnar hefi eg ekki vit, og svo munu flestir farmenn vera. Síðastliðnar 5—6 vikur hafa nú 3 skip farið héðan frá sjálfum höfuðstaðnum, þaðan sem menningin á að streyma út um alt land. Ekkert af þessum skipum keinur aftur. »Kópur« sökk, »Trausti« og »Beautiful Star« horfin með skipshöfn- unum. Ýmsir dómar eru hér á sveimi um orsakir til slysa þessara, og það er einkum til þess að engum sé um kenl þegar slys ber að höndum, að siglinga- ráð verður hér að koma, sem hefir á hendi öll málefni er viðkoma siglingum, sem gengur að þvi með oddi og egg, að öllum þeim reglum, sem það setur, sé hlýtt, og forða þannig landinu frá þeirri hneysu, sem lá i orðum færeyska skip- stjórans í haust, er hann sagði: »Þið er-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.