Ægir - 01.11.1917, Síða 33
Æ G I R
185
uð skrítnir menn, Islendingar. Þið seljið
okkur ágæt skip, en kaupið af okkur
rætla, sem enginn Færeyingur vill sigla
á«. Nær þá siglingavit okkar ekki lengra?
Nú er tími til þess að athuga þetta mál.
Verzlunarráðið er stofnað og ætti að
íhuga þetta, því að þetta snertir 'það.
Félagið »Aldan« heldur nú vikulega fundi,
og gerðu skipstjórar vel í að taka þetta
til íhugunar.
Stjórn Fiskifélagsins mundi eílaust veita
sitt fylgi, og öllum sem við atvinnu við
siglingar eru riðnir, ætti nú orðið að
vera það ljóst, að hér þarf að taka í
taumana og gera alt til þess, að málefn-
um sjómannastéttarinnar sé viturlega kipt
í lag, settar reglur, sem gera siglingar
öruggari, láta þá menningu streyma frá
Reykjavik, en ekki ýktar orsakir til hvarfs
þriggja skipa frá sjálfum höfuðstaðnum,
á sama mánuðinum.
Eitt af verkefnum siglingarráðsins ætti
að vera það, að hvert það skip sem skrá-
sett er og er yfir 12 lestir, ætti um leið
að fá einkennisbókstafi sina. þá ætti að
höggva i lúkubitann, og þau 4 flögg ættu
að fylgja hverju skipi. Þetta einkenni
skipa væi’i svo sett i sjóalmanakið. Með
þessum 4 flöggum, mætti svo mynda lít-
ið signalkerfi, sem nota mætti i viðlög-
urn hér við strendur landsins, ef uppá-
stunga mín i siðasta thl. Ægis (Merkjasam-
band milli skipa og lands) þætti of kostn-
aðaisöm og vandasöm. A sinum tima
verða slík rnerki höfð við Reykjavíkur-
höfn, þvi að þau mundu bæði spai’a fé
og óþarfa snatt, og ýmsar hafnir erlend-
is hafa sin sárstöku merki, óháð hinu
alþjóðlega merkjakerfi. Þar hafa menn
fengið reynsluna fyrir sparnaðinum, og
hið sama verður hér.
í mótorbátum standa nú 10—11 milj-
ónir króna, og að eins atvinnu á þeim
hafa um 3500 menn, svo kemur annar
skipastóll með sinum mönnum. Er þessi
upphæð og mannfjöldi ekki þess vert,
að þess sé röggsamlega gætt. Að eins
með því að standa i stað, erum við á
hraðri ferð aftur á bak, þegar öllum
þjóðum i kringum okkur miðar áfram,
bæði að sparnaði og ýmsu því, er gerir
sjóferðir tryggari.
Siglingaráö í sambandi við verslunar-
ráð landsins, sem væri skipað þeim mönn-
urn, sem vildu skilja og fylgjast með
timanum og sleppa þeirri hugmynd, að
alt væri gott eins og það nú er, vildu
kynna sér framfarir annara þjóða á sviði
siglinganna og beita því valdi, sem þeim
væri i hendur lagt, ræddu málefnin ræki-
lega og með skynsemi og vildu nota
annara þjóða prentaðar leiðbeiningar og
létu alt sem héti »ad haldaa vera fyrir
utan málefnið, það ráð eða þær nefndir
mundu vinna öllu landinu hið mesta
gagn, tryggja atvinnu hæði til sjávar og
lands og halda uppi heiðri sinum og
þeirra stéttar, sem mest vinnur að við-
skiftalífi og framleiðslu verslunarvöru Is-
lands.
Reykjavík, 1. nóv. 1917.
Svcinbjörn Egilson.
Vitar og’ sjómerki.
Sandgerðisvitarnir. Vitarnir sýna ávalt
fast rautt ljós, nema þegar sundið inn í
Sandgerðishöfn er ófært, þá verður Ijós-
unum i báðum vitunum breytt í föst
hvít Ijós, sem verða látin loga meðan
sundið er ófært, en því næst breylt aftur
i rautt ljós.
Eskiíjörður. Yst á Mjóeyrartanganum