Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1918, Page 8

Ægir - 01.01.1918, Page 8
2 ÆGIR armenn einkum um lendingar og hafn- leysi í bygðarlagi sínu og hefðu gert sér ýmsar skoðanir á málum þessum, en ekki komist að neinni fastri niður- stöðu. Var málinu þvi vísað til nefndar, sem kosin var á fundi þessum til að í- huga og koma fram með ákveðnar til- lögur í málum þeim, sem deildin vildi að kæmust í framkvæmd. Eftir að hafa yfirvegað þessi mál og skoðað staðháttu og allar ástæður, lagði nefndin fram fyrir deildina til samþyktar eftirfarandi tillögur: »Nefnd sú sem kosin var á fundi fiski- félagsdeildar Gerðahrepps 21. nóv. 1917, til þess að ihuga helstu áhugamál bjrgð- arlagsins, kom saman að Utskálum h. 24. sm. Mættir voru auk hennar, stjórn fiskifélagsdeildarinnar að undanteknum gjaldkera hennar, Þorgeiri Magnússyni á Lambastöðum. Kom nefndinni saman um að skora á hreppsnefnd Gerðahrepps að hlutast til um að hreppnum verði veitt lán af fé því sem síðasta alþingi heimilaði að veitt jrrði til ýmsra atvinnubóta. Yrði því fé varið til endurbóta á Gerðavör, til vega- lagningar um Garðinn og aukningar garðræktar (útsæðiskaupa og áburðar). Til þess að koma þessu í framkvæmd lcom nefndinni saman um að beiðast 20 þús. króna er veitt yrðu með sömu kjör- um og heimiluð eru í lögum um al- menna dýrtíðarhjálp. Nefndinni hafa kornið fleiri mál til hugar, sem siðar gætu komið til greina. En að svo stöddu leyfir hún sér að óska þess eins, að hreppsnefndin kalli saman almennan fund fil þess að ræða mál þessi hið allra fyrsta. Guðm. Guðmundsson, Guðm. Björnsson, Þórður Þórðarson, Sigurjón Arnlaugsson. Eiríkur Þorsteinsson, • Halldór Þorsteins- son, Friðrik Jónsson. Útdráttur úr fundargjörð úr gjörðabók Gerðahrepps. Ár 1917, 20. nóv. var fundur haldinn í Goodtemptarahúsinu i Gerðum til að ræða um atvinnubótalán fyrir hreppinn, í það minsta 20 þúsund krónur. Tillaga kom þar næst fram þess efnis, að taka 20 þúsund króna lán til atvinnu- bóta í hreppnum og var hún samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga að kjósa 5 menn nefnd til að starfa í þessu máli með hreppsnefndinni, 3 úr Garði og 2 úr Leiru, var samþykt. Þessir menn voru kosnir: 1. Eiríkur Torfason, Bakkakoti. 2. Þorsteinn Eggertsson, Vesturkoti. 3. Páll Árnason, Görðunum. 4. Eiríkur Þorsteinsson, Gerðum. 5. Þórður Þórðarson,hreppstj.,Gerðum. Fleira ekki tekið fyrir á fundinum, og honum því slitið. Eirikur Torfason, Einar Magnússon, Halldór Þorsteinss., Sigurjón Arnlaugss. Guðmundur Björnsson. Fundur í Fiskifélagsdeild Miðness, var haldinn að Sandgerði laugardaginn 24. nóv. 1917, kl. 1 e. h. Þar eð formaður deildarinnar var ekki mættur á fundin- um, var kosinn til fundarstjóra, hrepp- stjóri Magnús J. Bergmann, Fuglavík. Á fundinum var mættur skipstj. Þor- steinn Júl. Sveinsson sem erindreki Fiski- félags íslands. Sex nýir meðlimir gengu í félagið er voru þesstr: Haraldur Böðsrarsson kaupm., Björn Hallgrimsson skipstjóri, Sveinbjörn Ein- arsson, Guðni Benediktsson, Magnús Pálsson, Magnús Hákonarson. Því næst var kosinn formaður i stjórn félagsins í stað Einars Sveinbjörnssonar, sem vegna burtflutnings úr plássinu get-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.