Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1918, Side 9

Ægir - 01.01.1918, Side 9
ÆGIR 3 ur ekki gegnt því starfi og var í hans stað kosinn skipstjóri Björn Hallgrimsson. Þá var tekið fyrir að velja deildinni nafn, voru nokkur nöfn uppkveðin, þar á meðal »Fram«, er var samþ. í einu hljóði. Samþykt var að menn undir 16 ára aldri væru ekki teknir í félagið. Þar næst samþykt að halda aðalfund í nóv. ár hvert. Þorst. Sveinsson las upp deildarlög Fiskifélags íslands og gat fundurinn ekki fundið neitt við þau að athuga. Þvi næst kom til umræðu verðlag á fiski og fiskiafurðum; eftir nokkrar um- ræður borin upp og samþ. í einu hljóði svohlj. till. »Fundurtnn 'skorar á stjórn Fiskifé- lags íslands, að leita upplýsinga hjá landsstjórninni um verð á sjávarafurðum næsta ár, þannig: 1. Hvort stjórnin liafi á ný samið við ensku stjórnina um verð sjávaraf- urða og sé svo, þá hvert verðið sé. 2. Sé ekkert samið á ný, þá hvort samningar þ. á. gildi yfir næstkom- andi ár. 2. Hvaða hömlur viðvíkjandi sjávar- afurðum séu þá gildandk. Þá kom fram hafnarreglugjörð fyrir Sandgerði m. m.; um þelta mál urðu litlar umræður, þvi það kom mönnum svo ókunnuglega fyrir, voru því kosnir 4 menn til að ihuga mál þetta í samfé- lagi við stjórn deildarinnar og gera upp- kast af hafnarreglugerð. I nefnd þessa voru kosnir: Loflur Loftsson, Har. Böðvarsson, Einar Pálsson, Guðjón Þorkelsson. Þá kom annað mikilsvarðandi mál til umræðu, mál þetta var um björgunar- skip meðfram veiðistöðvum við sunnan- verðan Faxaflóa, um þetta mál urðu einnig litlar umræður, þar eð mál þella væri þannig varið að það þyrfti rækileg- an undirbúning og þótti þvi hagkvæm- ast að kjósa 5 manna nefnd til þess að fjatla um það. Þessir hlutu kosningu: Loftur Loftsson, Haraldur Böðvarsson, Jón Pálsson, Guðjón Þorkelsson, Magnús J. Bergmann. Þorsteinn Sveinsson lagði mál þessi fyrir fundinn og skýrði þau vel og ræki- lega. Með því að fleira kom ekki til um- ræðu var fundi slitið. M. J. Bergmann, Sig. Ivjartansson, pt. fundarstjóri. ritari. Fundur í Fiskifélagsdeildinni »Fram« var haldinn að Sandgerði föstud. 30. nóv. 1917 kl. 5 e. h. Þessir menn gengu í félagið: Egill Jónsson, Ingimar Jónsson, Ingi- björn Jónsson. Nefnd sú sem á siðasia fundi var kos- in til að íhuga hafnmálið ásamt stjórn félagsins, hafði lokið slarfi sínu og lagði fram uppkast af hafnarreglugjörð og þar eð ekkert fanst við það að athuga, var það samþykl í einu hljóði. Þá kom lil umræðu hver merki skuli sýna í myrkri á takmörkum ytri og innri hafnar og eftir nokkrar umræður var i cinu hljóði samþ. svohljóðandi tillaga: »Fundurinn samþykkir að línan sem aðskilur ytri og innri höfnina sem getur um i 3. gr. reglugerðarinnar, sé auðkend í myrkri með bláum ljósum, öðru á steinhúsinu á Hamrinum og hinu á upp- reistu tré niður á sjávarbakkanum í beinni línu við suðurhorn íbúðarhússins í Sandgerði (efra)«. Því næst var tekið fyrir björgunarbáts- málið. Nefnd sú sem kosin var á síðasta fundi, lagði ekki fram nefndarálit. Var Jietta mál talsvert rætt, en þóttu litlar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.