Ægir - 01.01.1918, Síða 10
4
ÆGIR
líkur að slíkt mundi komast í fram-
kvæmd, vegna þess mikla koslnaðar sem
slikur bátur kæmi til að hafa í för með
sér. Kom fram tillaga, að menn legðu
fram 2 kr. af hlut sínum til þessa fyrir-
tækis ef það næði að komast lil fram-
lcvæmda, tillagan samþykt af öllum er
fundinn sóttu.
Önnur tillaga borin upp og samþykt í
einu hljóði.
»Fundurinn felur stjórn Fiskifélags ís-
lands að komast eftir því hjá lands-
stjórninni hversu mikið fé hún mundi
leggja fram til þessa báts gegn tveimur
krónum af hverjum hlut úr öllum veiði-
stöðvum við sunnanverðan Faxaflóa.
Loks kom til umræðu nauðsyn sú er
á því væri að fá lækni er dveldi yfir
vetrarvertíðina í Sandgerði, var það öll-
um áhugamál og eftir nokkrar umræður
var kaupm. Lofti Loftssyni falið að út-
vega hann og komast eftir hverskonar
kjörum hann mundi ganga að.
Meira kom elcki til umræðu, var því
fundi slitið.
Björn Hallgrimsson, Sig. Kjartansson,
fundarstjóri. ritari.
Samhljóða fundur var haldinn á Hvals-
nesi 3. desember, virðist mér ekki taka
því að afskrifa fundargerðina, því hún er
í öllum greinum samhljóða þessari næst
ofanrituðu. Fundinum var að eins tvi-
skift til hægðarauka fyrir fundarmenn.
Eg skal taka það fram að á fundinum
bættust deildinni 9 meðlimir.
Sig. Ivjartansson.
þriðjudaginn 27. nóv. var fundur hald-
inn í fiskifélagsdeild i Höfnum, hafði
deildin ekki haldið neina fundi á haust-
inu og því engin mál á reiðum hönd-
um. Aftur á móti kom það fram við
umræður manna á fundinum, að hér
eins og annarsstaðar var nóg verkefni.
Var fyrst rætt um fiskverðið og síðan
um leiðar og lendingar, fór fundurinn
að dæmi hinna deildanna að skipa nefnd
i málin, er legði þau í tillögu formi fyrir
deildina til samþyktar á fundi hennar
næsta dag, þannig:
Á fundi er haldinn var í fiskifélags-
deildinni Framtíðin i Höfnum, 27. nóv.
1917, var borin upp svofeld tillaga:
Fundurinn felur stjórn fiskifélagsins að
komast eftir hjá landsstjórninni, hvort
samningar hafa verið gerðir um fiskiaf-
urðir á komandi ári, og sé svo, hvert
verðið er.
Tillagan samþykt með öllum atkvæðum.
Þá var tekið til umræðu að nauðsyn-
legt væri, að ljósker væru fengin á sund-
merkin á Kirkjuvogssundí til leiðbein-
ingar innsiglingu í dimmu.
Næst var lagt fyrir fundinn að rann-
saka lendinguna »Sandhöfn« til endur-
bótar fyrir lendingarstað þegar með þyrfti,
og eigi væri hægt að leita lands annars-
staðar. Nefnd var kosin í þessi tvö mál.
Ketill Ketilsson, Jón ólafsson,
Magnús Magnússon, Friðrik Gunnlaugss.,
Guðm. Salómonsson.
Við undirritaðir nefndarmenn, sem
kosnir vorum á síðasta fundi deildar-
innar til að koma fram með ákveðnar
tillögur í leiðarmerkjamáli Kirkjuvogs-
sunds, og endurbótum á »Sandhöfn«,
leyfum oss að leggja til að félags-
deildin skilji ekki við þessi mál, fyr en
þeim er að fullu komið í framkvæmd.
Framkvæmdum málanna sé hagað
þannig:
1. Deildin fer þess á leit við stjórn aðal-
deildarinnar í Reykjavik, að hún
styrki þetta mál með því að leggja