Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1918, Side 12

Ægir - 01.01.1918, Side 12
6 ÆGIR 2. gr. Fiskifélagsdeildin í Keflavík leyfir sér að fela og afhenda þetta mál hrepþsnefnd Keflavíkurhrepps til yfirlits og atliuga- semda og æskir þess að téð lireppsnefnd sjái um úrslit þessa máls til fullra fram- kvæmda með aðstoð Fisldfélags íslands hvað verkfræðing snertir og' stuðning til styrkveitinga, I’essi gr. 2. var svo borin undir atkvæði og samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. Til að geta framkvæmt þetta verk hvað fjárframlög snertir, leytir deíldin sér að henda á eftirlylgjandi. a. Að hreppurinn sæki um alvinnbóta- lán það, sem síðasta þing heimilaði landstjórninni að veita til nytsamra fyrirtækja. b. Skyldi svo fara að þessi lánveiting ekki næði þeirri upphæð sem hryggjan kostaði, leggur deildin til, að fengið sé lán úr Fiskiveiðasjóði íslands að þvi er ávantar. Síðan var 3. gr. búin undir atkvæði og samþykt i einu hljóði. 4. gr. Til að standa straurn af fyrirtæki þessu leyfir deildin sér að benda á eftirfylgjandi tillögur: Hreppurinn leggi: a. Fast gjald á hvern bát og skip sem stundar veiðar frá Keflavík miðað við stærð skipa. b. Fast ársgjald á hvern vélabát sem notar bryggjuna. c. Með gjaldi fyrir lóðir og fiskpalla sem gjörðir yrðu i námunda við bryggjuna. d. Með sekkja bögla og leslargjaldi af öllum vörum, annara en þeirra sem fasta gjöld greiða. í e. Með leigu fyrir væntanleg hús sem hreppurinn kynni að byggja Var svo 4. gr. stafl. a. b. c. d og e borin undir atkvæði og samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Ennfrémur leyfir deildin sér að fela hreppsneíndinni, að fá skirar upplýsingar um hver landeigandi sé að nefndum stað og semja við viðkomandi um leigu á svæði undir þessi mannvirki og lóð sem með þyrfti gegn hæfilegu ársgjaldi. En gangi ekki þessi málaleitun, þá að fá lög- mætt mat á hæfilegri lóð undir þessi mannvirki með nauðsynlegu landrými sem svo tekið væri eignarnámi. Var þetta svo borið undir alkvæði og samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Keflavík 20. des. 1917. Eyj. Bjarnason, Einar Finnsson og Ó. V. Ófeigsson. Hinn 30. nóvember 1917 var Fiskifé- lagsdeildarfundur haldinn i Báruhúsinu i Keflavík. Nefnd sú sem kosin var á siðasta fundi til þess að korna fram með tillög- ur í fiskverðsmálinu, lagði fram álit sitt og var það svohljóðandi: Vér nefndarmenn sem kosnir vorum á síðasta fundi fiskideildarinnar i Kefla- vik til að koma fram með tillögur i fisk- verðsmálinu, Ieyfum oss að leggja fram til væntanlegs samþykkis i deildinni eftir- farandi tillögur: Deildin felur stjórn Fiskifélags íslands að komast eftir verði á sjávarafurðum á næsta ári þannig: a. Hvort landsstjórnin hafi á ný samið um verð á sjávarafurðum fyrir næsta ár við ensku stjórnina, og skýri frá hvern árangur sú málaleitun hafi haft. b. Hafi landsstjórnin ennþá ekki samið, þá skori stjórn Fiskifélagsins á lands-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.