Ægir - 01.01.1918, Síða 19
ÆGIR
13
þýðingu, að það sé þess vert að því sé
gaumur gefinn, og hefi eg því minst á
það hér í sambandi við hafnargerð í
V.-Skaftafellssýslu, en slik heimitdarlög
koma þó ekki til greina, nema því að
eins, að einhver botnvörpuskipa-útgerð-
arfélög æski eftir því, en ef til slíks
kæmi og um viðunandi fjárgreiðslu væri
að ræða fyrir leyfið, mundi varla standa
á Skaftfellingum til að mæla með þvi
og álít eg að það ætti að hafa mikið að
segja fyrir framgangi málsins.
Ó.
Silt af iTerju om lífshætti fista.
Eftir Bjarna Sæimindsson.
Þó að »Ægir« sé b’Iað fiskimannanna,
þeirrar stéttar, sem mest þarf að vita
um alla lííshætli ílskanna, þá hefir hann
hingað til ekki miðíað þeim miklum
fróðleik um það efni. Það mætti ef til
vill ætla, að þeir menn, fiskimennirnir,
sem mest hafa saman við íiskinn að
sælda, ef svo mætti að orði komast, vissn
alt sem menn annars vita um þetta efni.
En því er nú alls ekki svo háttað, þegar
á alt er lilið. Að visu taka þeir eftir
mörgu og þeir sem minnugir eru, vita
margt, sem almenningur veit ekki, en
það gleymist því miður oftast þegar
þeirra missir við.
Lifshættir fiskanna eru oft mjög ein-
kennilegir og rannsóknir síðari áratuga
hafa leitt margt í ljós þar að lútandi, en
fátt hefir verið birt á prenti um það á
islenzku. Úr þessu vil eg nú reyna að
bæta nokkuð með þvi að flytja smá-
greinar um þetta efni, og einkum tína
það til, sem segja má um hérlenda fiska,
sumt af því eftir eiginathugunum eða
þeim heimildum, sem eg verð að álíta
góðar og gildar.
1. Gleypigirni fiska. Svo nefni eg til-
hneigingu þá, sem virðist vera mjög rik
hjá ýmsum fiskum, til þess að gleypa
hvað sem að kjafti kemur, án þess að
það sé þeim til nokkurs gagns, getur
jafnvel verið þeim bráðhællulegt. Lítur
út fyrir að þeir vilji reyna og prófa alla
hluti, svo að ekkert sleppi ógleypt fram
hjá þeim, eí vera kynni, að það væri
matur.
Eg hefi oft gert þá tilraun á ufsaseið-
um (»varaseiðum«) við bryggjur, að
kasta lil þeirra alóætnm hlutum, eins og
t. d. vindlaösku, og hafa þau óðara þot-
ið til og gleypt hana, en »spýtt« henni
út úr sér aftur, þegar þau fundu ekkert
matarbragð að henni.
Á fiskisýningunni i Bergen 1898 sá eg
safn af sýnishornum af því sem þorsk-
urinn nærist yfirleitt á og svo ýmsu því
sem fundisl hafði í mögum þorska við
Noregsstrendur. Mest þótti mér um vert
að sjá þar blaðbreiðan flatningshníf með
slórum blýhólk, sem einn þorskurinn
hafði gieypt og hefir það sennilega verið
strembinn biti.
Það er þó ekki eins dæmi, að fiskur
gleypi hnífa, sem detta útbyrðis. Það
kemur jafnvel fyrir hér við land og lík-
lega ekki svo sjaldan. Eg veit um þrjú
dæmi frá síðustu árum:
Páll Bjarnason kennari á Stokkseyri
sendi mér í hitteðfyrra stóran (15 cm.
langur) sjálfskeiðing, sem hafði fundist
opinn í maga á þorski, er veiddist í Sel-
vogssjó þá á vetrarvertíðinni. Hnifurinn
hefir auðsjáanlega aðeins verið búinn að
vera stutta stund i maga fisksins þeg-
ar hann veiddist, því að blaðið var fag-
urt og ekki farið að etast af magasýrunni.
Ekki hefi eg getað spurt uppi, hver áti