Ægir - 01.01.1918, Side 26
20
ÆGIR
Heima.
Fiskifélagið.
Á stjórn Fiskifélagsins hefir sú breyt-
ing orðið, að þegar Matth. ólafsson á
stjórnarfundi, sagði upp stöðu sinni (19.
okt.) var Þorst. Júl. Sveinsson, sem var
einn af stjórnendum, settur til að gegna
erindrekastarfinu og í hans stað mætti
svo á stjórnarfundum og mætír vara-
maður Þorsteinn Gíslason frá Meiðastöð-
um. Hinn 21. október s. 1. hélt Matth.
ólafsson áleiðis tíl Vesturheims, sem er-
indreki Fiskifélagsins erlendis. Hinn 13.
nóvember lagði Þorst. Sveinsson á stað
tit að heimsækja deildir, byrjaði á Akra-
nesi og fór stðan um Reykjanesskagann.
(Sjá sk5rrslu hans í blaðinu).
Lausar stöður er stjórn Fiskifélagsins
veitir voru þessar: Þrjár erindrekastöður
fyrir fjórðungana, Vestur- Norður- og
Austurland, og erindrekastaðan innan-
Iands. Voru stöður þessar auglýstar
með umsóknarfresti til 20. des. s. 1.
Þeir sem stöður þessar hlutu voru
þeir:
1. Þorsteinn Júlíus Sveinsson erindreki
innanlands.
2. Arngr. Fr. Bjarnason erindreki fyrir
Vestfirðingafjórðung.
3. Björn Jónsson, erindreki fyrir Norð-
lendingafjórðung.
4. Hermann Þorsteinsson erindreki fyr-
ir Austfirðingafjórðung.
Allir þessir menn hafa fengið veitingu
fyrir stöðum þessum frá 1. janúar 1918
til 31. des. 1919.
Vélfræðingur Ólafur Sveinsson byrjaði
mótornámskeið það er hann hélt hér i
Reykjavik hinn 10. október og stóð það
til jóla.
Hinn 7. janúar fór ólafur með Lagar-
foss og ætlaði hann að halda námskeið
á Akureyri, en vegna iss komst Lagar-
foss ekki norður fyrir — og óvíst enn,
hvar honum tekst að koma á nám-
skeiði.
Frosthörkur
þær, sem byrjuðu um þrettánda, halda
enn áfram (nú 22. jan.). 21. þ. m. var
frostið hér í bæ um 28 stig á Celcius.
Eftir veðurathugunum þeim, sem daglega
eru hér birtar, hefir frostið verið mjög
líkt um allt land. Firðir og flóar eru
hvervetna fullir af ís og fleytur allar inni
frosnar, og hafis fyrir Norður og Vestur-
landi; mun frostherkja sú, sem um þess-
ar mundir er, vera hin mesta sem hér
hefir komið síðan frostveturinn mikla
1881. Samanburður á knldastigum er nú
daglega birtur í Morgunblaðinu, en mönn-
um, sem muna eftir þeim vetri, finst ó-
nákvæmni í þeim samanburði. Harða vet-
urinn svaf ég í langalofti Latínuskólans,
og man ég ekki betur en að prófessor
Guðm. Magnússon athugaði þann vetur
hita og rakamæli, sem voru fyrir utan
norðurgluggann á ganginum. Þær athug-
anir voru færðar i bók, og athuganir þær
hafði Jón heitinn Árnason umsjónarmað-
ur lengi haft á hendi, og hljóta þær ein-
hversstaðar að vera til. Mælarnir voru
athugaðir kl. 8 f. h., kl. 2 e. h. og kl. 8
á kveldin á degi hverjum.
Flestir þeir sem eftir vetrinum muna
og um liann tala nú, minnir að frost-
herkjur hafi verið meiri en samanburð-
inn sýnir. Svo mikið er vist að ísalög
voru komin fyr en nú, því að á Þor-
láksmessu komu Álftnesingar gangandi
á ís frá Skansinum að Þormóðsstöðum,
viku fyrir jól fór ég á skautum á sterk-
um ís frá Nauthól að Hraunsholtslæk
fyrir utan öll nes. Misminni þetta getur
raunar stafað af yfirhafnaleysi alment og
lélegum fötum í samanburði við það
sem nú er, en hvar eru athuganir, gerð-
ar í Latínuskólanum þann vetur, niður-
komnar? Mælinum var vel fyrirkomið
og sýndi minimum.
Svbj. Egilson.
Prentsmiðjan Gutenberg.