Ægir - 01.08.1919, Qupperneq 16
106
ÆGIR
hann 31. desember 1915 og varð þeim
ekki barna auðið.
Hannes heitinn var áhugamaður um alt,
er hann lét sig varða, og félagslyndur.
Hann var skapstillingarmaður mikill og
hinn rólyndasti þá er mest blés á móti.
Marga vini átli hann en engan óvin. Ég
þekti Hannes heitinn um 20 ára skeið og
mat hann æ meir eftir því sem viðkynn-
ing okkar varð nánari og við liöfðum
meira sarnan að sælda.
Á. P.
Nýr mótor
fyrir stór skip og fiskiskip.
Á siðustu árum heflr nýr mótor komið
á markaðinn, sem hefir vakið afarmikla
eftirtekt á meðal sérfræðinga í mótor-
smíðinu. Þessi vél er smiðuð eftir hinum
allra nýjustu uppgötvunum og má segja
með sanni að hún uppfylli hinar miklu
kröfur sem gerðar eru til skipamótora.
Mótorinn heitir »Densil«, er tvígengis-
mótor með glóðarhaus, og brennir hrá-
olíu, en smíðaður með allmörgum end-
urbótum, fram yfir það sem áður hefii
þekst. Fjöldi hinna beztu dönsku mótor-
fræðinga hafa reynt vélina á Densil-
smiðjunni í Aalborg, og hefir það ómót-
mælanlega sýnt yfirburði bæði með tilliti
til tryggilegs gangs og olíusparnaðar.
Densil hefir enga vatnsinnspýtingu og
gerir það hann sérstaklega góðann til
fiskiskipa, jafnframt því að vélin endist
betur og hægra að stjórna henni. Við
prófanirnar, eins og líka í brúkuninni
hefir þaö sýnt sig að Densil-vélin vinnur
óaðfinnanlega með öllum mótorolíuteg-
undum, sem til eru á markaðinum. Til
dæmis hefir hin þykka Diesel mótorolía
verið brúkuð á Densil-vélina með sérlega
góðum árangri.
Mótornum má ennfremur telja það til
síns ágætis, hvað alt er einfalt og trygt;
eru stærðirnar á öllum mótorstykkjum
þannig, að mótorinn uppfyllir kröfur
allra viðurkendra ílokkunarfél. (klas-
siíicationsselskaber).
Hið örðuga vandamál, að smiða lirá-
oliumótor sem án vatnsinnspitingar þolir
20—25°/o yfirkraft, virðist hér vera leyst.
Sömuleiðis getur mótorinn frátengslaður
skrúfunni gengið í ótakmarkaðan tíma
án þess að brúka lampa, því brenslu-
rúmið og glóðarhausinn er svoleiðis út-
búið að hann heldur sér ávalt jafn lieitur.
Gangráðurinn (Regulatoren) er alger-
lega innilokaður, og ganga allir hreyfan-
legir partar í olíubaði, svo niðslan er
afar lítil, stillingin er bygð á þyngdar-
lögmálinu svoleiðis, að við hvern snún-
ing að eins innspýlist nægileg olía, hvort
sem áreynslan er mikil eða lítil á vél-
inni.
Með einföldu handhjóli er hægt að
breyta snúningshraða Densil-vélarinnar
innan allra hugsanlegra takmarka.
Densil vélin er smíðuð í mismunandi
stærðum frá 10—240 H.K., og getur feng-
ist með þrýstiloftsskiftingu sem er svo-
leiðis að mótorinn er með þrýstilofti
látinn snúast á báða vegu, og minni
vélar með hreyfanlegum blöðum eða
hjólaskiftingu, sem er samanbygð með
undirstöðuplölu vélarinnar. í öllum til-
fellum er skitt með einu handhjóli.
Smurningin á Densil-vélinni er óvana-
lega góð og ábyggileg, gerist hvað snertir
sivalninga (cylindere) og veifur (krum-
tappa með þrýstismurningstæki með 4
kerfum (sæt), tvöföldum dælum. Allar
aðallegur eru með hringsmurningu og
lausum legum, sem má sverfa saman
þegar þær slitna. Til ennþá freltari trygg-