Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 5
ÆGIR 123 uðum), í ár vafalaust enn þá meiri, og haldi þessum hætti áfram eru töluverð- ar líkur fyrir því, að allri flskverkun i landinu hnigni og að hún hverfi ef til vill með öllu, innan mjög langs tíma, i staðinn fyrir að aukast og halda áfram að batna, svo við séum og verðum fylli- lega samkeppnisfærir við aðrar fiskiþjóðir i framtíðinni, Norðmenn, Englendinga, Ameriknmenn og enda Færeyinga o. fl., sem alt kapp leggja á að standa okkur á sporði og fara fram fyrir okkur í þess- um efnum. Hér erum við á háskalegri braut. Hagnaðurinn af fiskinum okkar gengur okkur úr greipum en lendir í lófum útlendinga, en islenzkur vinnu- lýður, mestmegnis kvenfólk, unglingar og börn, sviftast stórmikilli atvinnu, venjulegast þeirri einu, er þetta fólk get- ur stundað, ýmsra ástæða vegna, og þó svo væri ekki, þá á þessi lýður ekki kost á neinu öðru í staðinn. Framleiðsla aðalsjávarafurðanna og sala þeirra á likan eða betri hátt og tíðkast hefir, er auðvitað þungamiðja útvegs- málanna og því er von að hugsun flestra snúist mest um hana. Má lika vera, að ýmsum finnist þær aðferðir, sem eg nefndi i byrjun þessa liðs skýrslunnar vera höfuðatriðum i fiskframleiðslu lands- ins fjarsltildar, og að hér sé að eins um smávægilega hluti að ræða. En eg lit nú svo á, að ekkerl sem á einhvern hátt getur eflt og bætt atvinnuveginn, sé svo smátt, að þvi sé ekki gaumur gefandi, og víst er um það, að nú eru þeir tím- ar, og eiga líklega eftir að versna, að enga skynsamlega tilraun til hagsbóta má láta óframkvæmda, sé þess nokkur kostur. Kryddun hafsíldar er að verða talsvert almenn hér á landi, þó í smáum stíl sé, og hefir gefist vel, og skal eg ekki minn- ast frekar á hana að þessu sinni. En kryddlagning ýmsra annara tegunda, svo sem smásíldar ætti að geta verið á- batavænleg fyrir íslendinga alveg eins og Norðmenn t. d.; sama er að segja um reykingu ýmsra tegunda svo sem lax, ýsu, lúðu og jafnvel hafsildar. Eg veit ekki hvort tilraunir í þessa átt hafa ver- ið gerðar í hinum landsQórðungunum, eg man ekki til þess að hafa séð neitt á prenti um þesskonar tilraunir, en hafi þær átt sér stað, þá er illa farið, að ekki skuli vera frá þeim skýrt opinberlega. Carl F. Schiöth kaupmaður á Akur- eyri hefir um mörg ár kryddað smásíld, að vísu í smáum stíl, og ekki til út- flutnings svo eg viti. Þessi vara hjá hr. Schiöth jafnast að gæðum fullkomlega við norska síld af líkri stærð og tegund, sem hingað er flutt og seld ærnu verði. Sami maður hefir líka fyrirnokkrum árum bygt reykhús, þar sem hann reykir alls- konar matartegundir. Skal i þessu sam- bandi nefna: lax, silung, síld, heilagfiski, karfa og jafnvel hákarl m. fl. Eg heli sjálfur séð nokkrar af þessum tegund- um og neytt þeirra og hlýt sannleikan- um samkvæmt að ljúka þeim lof. Sér- staklega skal það tekið fram um laxinn, af því að þar hefi eg til samanburðar sömu tegund erlendis og erlenda hingað flutta, að reyktur lax frá hr. C. Fr. Schiöth hefir mér virst fullkomlega eins góður og ljúffengur. Nú hefir Schiöth bygt reykhúsið af eigin ramleik og sennilega orðið að gæta alls sparnaðar við útbúnað þess, og má því geta til, að það sé ekki að öllu svo fullkomið, sem framast mætti verða, en þó hefir hann hvergi nærri getað full- nægt eftirspurninni hér nærlendis, enda líldega ekki haft nægilegt rekstursfé handbært til þessara hluta. Nú er framleitt mikið af laxi i sum- um héruðum landsins, en engin mark-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.