Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 22
140 ÆGIR vinnuvöndun mætti með þessari tilhög- un halu með þeim hætti, að hver flokk- ur hefði sitt afmarkaða hólf aí þvotta- kassanum og íiskurinn lalinn og athug- aður úr hverju hólfinu fyrir sig. Mikilsvert getur það verið að vita ná- kvæmlega hve mikill fiskur kemur í húsið úr hverjum bát. Er þá um þrent að velja: að telja fiskinn, vega hann eða mæla. Vog eða mál mundi nákvæmast, en að vega fiskinn yrði líklega nokkuð kostnaðarsamt. Einfaldast virðist að flytja hann allan í jafnstórum vagnkössum, gæta þess að hafa alt af jafnt í þeim, og telja vagnhlöss úr hverjum bát, en finna með nákvæmum athugunum hlutfallið milli máls og þunga. í hugleiðingum míuum hér að framan hefi ég ekki gert ráð fyrir sérstökum hluta gólfflatarins til að þvo á fisk úr salti. Á þeim stöðum þar sem ekki er byrjað að þvo fyr en í vertíðarlok. mundi svæðið sem haft er til aðgerðar nægja til þess að meira eða minna leyti. Annars þyrfti til þess sérstakt svæði. Sjálfsagt er að hafa þvottinn þar sem aðflutningar verða stystir. Aðstöðuna við fiskþvottinn mætti, að og hygg, mikið bæta frá því sem hún nú er. Víðast er honum hagað svo, að fiskurinn, sem þvo á, er tekinn úr hlað- anum og látinn í handvagnog ekið með hann að þvottatroginu. Þar er hann lát- inn á gólfið við hliðina á þvottakonu, en hún beygir sig eftir honum, lyftir honum upp á fjöl, sem liggur yfir þvottatrogið, tekur hann þar siðan og þvær hann og kastar honum þvegnum í kassa eða körfu við hlið sér. Þaðan er hann svo tíndur í vagn og talinn og athugaður um leið og síðan fluttur burt. En a. m. k. i Hafnarfirði er óþvegna fiskin- um hlaðið á langborð aftan við þvotta- konurnar. Þær grípa fiskinn fyrir aftan sig, þvo hann í troginu og kasta honum svo yfir trogið í hólf sem þar eru, hver í sitt hólf. F'aðan er svo fiskurinn teldnn, talinn og athugaður, settur í vagn og fluttur burt. Gallinn á hvorutveggja fyrirkomulag- inu er ofmörg handtök við hvern fisk, óþarft erfiði, beygingar, lyftingar og köst og þar með verri meðferð á fiskinum. 2. mynd sýnir tilhögun, er eg ætla að bæta myndi mjög úr þessu. Þvottatrogið er 85 cm. hátt, breiddin að ofan 90 cm., og hverri þvottakonu ætl- aðir 120 cm. af lengd þess. Yfir trogið ganga á 120 cm. bili þverslár og ná þær 20 cm. aftur af, greiptar þar í langband, og er efri brún þess jafnhá trogbarmin- um. Þiljað er yfir hornið á hverju þvotta- rúmi, eins og myndin sýnir. Óþvegni fiskurinn er fluttur að á vagni, er sést á myndinni. Er það fjórhjóluð grind. Hjól- in geta verið trékringla með járngjörð og snúast þau laus um fastan öxul, svo að auðveldara sé að snúa vagninum. Lið- ugast yrði að hafa hjólin þrjú og eitt stýranlegt. Pallurinn á vagngrindinni erná- kvæmlega jafnhár þvottatroginu og rúmar 2 kassa, hvorn 80 cm. á lengd, 60 cm. á breidd og 30 cm. á dýpt. í þessa kassa er óþvegni fiskurinn lagður þannig að sporðarnir snúa allir að sama gafli, og er sá gaflinn ekki annað en lág brík. Vagninum er nú ekið að þvoltatroginu, andspænis þvottakonu, svo að sporðarnir snúi að. I vagnpallinum, langbandinu og trogbarminum eru kefli. Þarf því ekki annað en ýta á kassann svo að hann renni inn á þvottatrogið, og er svo um búið, að hann skorðist hæfilega langt inn á þvi. Vagninum er síðan ekið undan. Liggur nú fiskurinn sem best má verða til grips fyrir vinstri hönd þvottakonunn- ar, og er hún hefir þvegið hann, kaslar hún honum ofan i kassa við vinstri hlið

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.