Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 8
Í26 ÆGIR að andvirðið yrði hlutafjáreign í íélaginu. Fór atkvæðagreiðsla um þessa tillögu svo, að ekkert atkv. fékst með henni. Þá var að síðustu samþykt svohljóð- andi tillaga frá Guðmundi Hiiðdal verk- fræðingi, að fundurinn ályktaði að lýsa því yfir í sambandi við breytingu þá, sem gerð hafði verið á reglugerðinni fyrir eftirlaunasjóð félagsins, að hann ætlast til, að félagsstjórnin sjái um, að eigendur þeirra skipa, sem Eimskipaíé- lagið hefir útgerðarrtjórn á, greiði í eí't- launasjóð félagsins hlutfallslegt gjald. Ennfremur samþykti íundurinn að greiða endurskoðendum 250 kr. launa- uppbót fyrir árið 1922. Upphaflega kostuðu eignir félagsins. Gullfoss 635 þús., bókfærður nú 310 þús. Goðafoss 2,609 þús., bóktærður nú 1,400 þús. Lagarfoss með breytingu og viðgerð 1920, 1900 þús., nú bókfærður 525 þús. Eimskipafélagshúsið 1,124 þús., bók- fært nú 723,6 þús. Vörugeymsluhúsin 125 þús., bókfærð nú 39,5 þús. Skrifstofuhúsgögn 57 þús., bókfærð nú 29 þús. Lán það, sem tekið var í Hollandi árið 1915 nam 400.000 gyllinum og er nú búið að borga svo mikið af þvi, að að eins 133.000 gyllini standa eftir, og á það að vera greitt að fullu árið 1927. Regar nýi »Goðafoss« var bygður var fengið annað lán, sem nam 250,000 gyll- inum; af því standa nú 200,000 gyllini eftir, og á þetta lán að vera uppborgað 1931. Fyrra lánið fékk félagið útborgað með kr. 1.50 fyrir hvert gyllini, en síðan hefir gengið á ísl. krónunni lækkað svo að nú verður að endurgreiða lánið með kr. 2.50 fyrir hvert gyllini. Sama roáli er að gegna með síðara lánið. Þegar það var útborgað, var gengið kr. 2.02, nú verður að endurgreiða það með kr. 2.50 gyllinið. Vextina verður einnig að greiða i gyllinum, og sést af þessu að gengismunurinn hefir valdið Eimskipa- félaginu, engu siður en öðrum miklu tjóni. Ef engin sérstök óhöpp eða stærri tjón koma fyrir, og jafnan verður hægt að borga af lánunum, verða þau greidd að fullu, hið fyrra 1927 og hið síðara 1931, og þá er miklu létt af félaginu, þar eð það á þá skipin skuldlaus. Hús félagsins er nú bókfært fyrir 723,6 þúsund kr., sem ekki er hægt að segja að sé of hátt nú á tímum, og livílir á þvi lán i báðum bönkunum að upphæð 350 þús. kr. Frá fyrstu árum félagsins, var það fé- lagsstjórninni ljóst, að taka þyrfti upp hentugri viðkomustaði í Bretlandi, en Leith. Á öndverðu ári 1918 var farið að undirbúa þetta mál og ákveðið að reyna að hefja þá um sumarið, ferðir til Liv- erpool, með því sá staður, margra hluta vegna þótti tiltækilegastur. Fór útgerðar- stjóri í þeim erindum til Liverpool í byrjun maímánaðar, það ár. En örðug- leikar reyndust svo miklir á því, vegna ýmsra hindrana og striðsráðstafana stór- veldanna, að hverfa varð frá þessari fyr- irætlan í bili. Útgerðarstjóri undirbjó þó málið og aftalaði við eitt af stærstu skipa- félögunum þar, um hagfelda afgreiðslu ef til kæmi og endurfermingu til og frá Ameríku, milli Miðjarðarhafs landanna og ýmsra annara landa í Evrópu, sem hagkvæm þóttu viðskiftalífi voru. Alt með það fyrir augum að hefja Liverpool- ferðir, strax og því yrði við lcomið. En vegna margskonar erfiðleika, sem leiddu af stríðinu, komst þessi fyrirætlun aldrei í framkvæmd. 1921—1922 tók stjórn félagsins þetta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.