Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 25

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 25
ÆGIR 143 Síldaratli. 9. september 1923, var aflinn. Saltaö Kryddað tunnur. tunnur. Á Akureyrí .. ... 32733 9454 Á Siglufirði ... .. 148966 25735 Á ísafirði .. 4738 218 Afli alls: 186437 35407 Mannalát. Morten Hansen skólastjóri. Hann andaðist 8. ágúst s. 1. og varð taugaveikin, sem hér gaus upp fyrir nokkru, honum að bana. Sakna þess manns margir hér i bænum, ekki síst börn og starfsfólk barnaskólans. Morten Hansen var fæddur í Flens- borg í Hafnarfirði, 20. okt. 1855. Faðir hans, Rasmus Hansen, var þá verslunar- stjóri þar. Hann var danskur að ætt, en áður en hann varð verslunarstjóri í Flensborg hafði hann verið verslunar- naaður i Reykjavík. Móðir Mortens hét Ingibjörg Jóhannsdóttir, ættuð úr Reykja- vík. Var Rasmus Hansen nýlátinn, er sonur hans fæddist, og fluttist Morten Hansen þá með móður sinni hingað til Reykjavíkur og ólst hjer upp hjá henni. Hann fór í latínuskólann haustið 1871 og útskrifaðist þaðan 1877. Gekk svo á prestaskólann og tók þar embættispróf árið 1879. Reglulegur barnaskóli var fyrst stofn- aður hjer í bænum haustið 1862. Þegar Morten Hansen útskrifaðist úr latínu- skólanum varð hann tímakennari við þann skóla. og 6 árum síðar, 1883, varð hann þar fastur kennari. Um nýár 1890 tók hann við forstjórn skólans í veikind- um fyrirrennara sins, Helga Helgesen, en íékk veitingu fyrir skólastjórastöð- unni næsta haust og hefir haft hana á hendi síðan. Hann helir því veitt skól- anum forstöðu í 33 ár, en 46 ár eru lið- in síðan að hann varð þar fyrst kennari. Skólinn byrjaði 1862 með 60 börnum, og þegar M. H. tók við stjórninni, 28 árum síðar, voru þau enn eigi orðiu fleiri en 163. En síðustu áratugina tvo hefir fjölgunin verið mikil. Hann var jarðsunginn hinn 29. ágúst og kostaði bærinn jarðarförina. Er það í fjn-stu sinni, sem borgara hér er sýndnr sá heiður. Jarðarförin mun hin fjölmennasta, sem hér hefur farið fram, enda voru vinirnir margir. Eggert Laxdnl kaupiuaður. 1. ágúst andaðist á Akurej'ri sá maður sem verið hefir ein af helstu máttarstoð- um þess bæjarfélags um langan aldur. Eggert kaupmaður Laxdal. Hann var fæddur Akureyri 8 febr. 1846, Þórarinn Bjarnason skipstjórl. 20. ágúst andaðist í Kaupmannahöfn Þórarinn Bjarnarson skipstjóri, yngsti sonur Stefáns sýslumanns Bjarnarsonar og bróðir Péturs M. Bjarnasonar kaup- manns hér og þeirra systkina. Þórarinn var 53 ára gamall, fór ungur utan og stundaði sjómensku. Mun hann hafa verið fyrsti íslenzki sjómaðurinn, sem fékk gufuskip til yfirstjórnar erlendis. Hann tók próf við stýrimannaskóla og að því loknu var hann eitt ár á Reserve- lautinanta-skólanum, og skömmu síðar varð hann skipstjóri á gufuskipinu »Skjalm hvide« og stjórnaði því nokkur ár. Þá lét útgerðarfélagið, sem hann vann hjá,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.