Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 11
ÆGIR 129 11.—14. júni var lyngt, en frá 15. til 26, dags júnímánaðar áttum við við stöðuga storma og stórsjói að stríða. Yið urðum oft að reka fyrir drifakk- erinu, sigla og segl biluðu og stýrið lask- aðist. f*etta tafði fyrir okkur. Yið vorum komnir á 19° 1' suðurbreiddar hinn 24. júní, og héldum þaðan suðureftir því of- langt var komið norður á bóginn. Hinn 26. á hádegi vorum við komnir suður á 19° 35' og 3 tímum síðar sáum við land. Var það Rodriguez og þar lentum við kl. 8 hið sama kveld. Þessar 3 vikur, sem við höfðum verið á sjónum á hinum litla bát voru allir hinir rólegustu og enginn heyrðist mögla og þjáði þó vatnsskortur oldcur alla. Hve- nær sem auðið var söfnuðum við regn- vatni, en daglegur skamtur af vatni var 7» af vindlingadós, 1 teskeið af niður- soðinni mjólk tvisvar á dag og 1 kex- kaka. 2 kyndarar (svertingjar) dóu á ferð okkar og varð vosbúð, sem þeir þoldu ver en við, þeim að bana. Allir vorum við þjakaðir mjög, en góðar við- tökur og aðhlynning hresti okkur brátt. Vegalengd sú er bátur skipstjórans hefir farið frá þeím stað er hann sendi S. 0. S. skeytið til lendingarstaðarins, eru 1200— 1300 sjómilur. Svo löng leið, farin á litl- um bát er undraverð og mun i annála skráð. Hrakningnr 1. stýrimanns 14 daga vatasleysi Hinn 30. júni fundu fiskimenn frá Maur- itius bát stýrimanns á reki út á rúmsjó. Höfðu skipbrotsmenn þá haldið út í 25 daga og orðið að þola hungur og vosbúð. Fyrsti stýrimaður I. C. Stewart Smith segir ferðasögu sína svo: Klukkan 5 e. h. hinn 9. júní missti eg sjónir á bát skipstjórans. Veður hafði verið þurt og vatn okkar komið að þrot- um. Var skamtur því mjög lítill og á- kafur þorsti sótti á menn. 4 Hindúar tóku að drekka sjó svo lítið bar á á nóttunni og afleiðingarnar voru dauðinn. Likun- um var varpað útbyrðis og féll okkur öllum þetta þungt. Pessu næst dóu 4 Englendingar og var banamein þeirra hjartasjúkdómur. Síðast dó Hindúi, að eins tveim tímum áður en íiskimennirnir komu að bát okkar, björguðu okkur og leiðbeindu milli skerja og grynninga, sem voru með landi fram alla leið inn á Baio du Cap. Suðaustanstaðvindurinn var óstöðugur og var örðugt að halda rétta stefnu, þar sem kompás var ónýtur, en til allrar hamingju hafði eg sextant (mælingatæki) sem að vísu kom að litlum notum síð- ustu 4 daga hrakningsins. Mér var það ljóst, að landi mundi eg aldrei ná á Roderiguez og setti því stefnu til Maur- itius, og sá land morguninn 29. júní. Framferði manna minna og hugrekki var íramúrskarandi. Enginn kvartaði og var þó matarskamtur að eins ein kex- kaka á sólarhring og vatnsskamtur 2 matskeiðar. Annar stýrimaður og báts- maðurinn virtust óþreytandi; dugnaður þeirra og þrek uppörfaði alla svo, að því verður eigi með orðum lýst. Þegar að landi kom voru allir svo að þrotum komnir, að þá varð að bera; grétu þeir þá og ákölluðu guð og þökk- uðu honum hans handleiðslu. Hið fyrsta, sem þeir báðu um var svaladrykkur og hið næsta, að prestur mætti koma til þeirra. (Flestir voru kaþólsir). Þessu næst voru allir fluttir á spitala, og var þar hjúkrað sem auðið var. Vatn þraut hinn 15. júni og það sem eftir var mánaðarins voru þeir vatns- lausir að öðru en því, sem þeir gátu satnað í lófa sina er regnskúr kom? en það var ekki oft,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.