Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 24
142 ÆGIR íiskinn að en til að flytja hann frá, þá er það kostur en ekki ókostur, þvi að þessir vagnar yrðu einnig notaðir til að flytja fisk i salt, og væri þá lægri vagninn hafð- ur þar sem hlaðinn er lágur, og hærri þegar hlaðinn hækkar. Úr þvi eg minnist á þessi kefli, get eg ekki stilt mig um að benda á, að spara mætti mikinn tima við flutning á fiski með bílum, t. d. á þurkvöll og af, með þvi að hafa vagnkassana lausa og kefli í vagnpallinum. Mætti þá ýta kassanum hlöðnum af á annan pall með keflum, jafnháan, en tómum kassa i staðinn. Þyrfti þá þrjá kassa fyrir hvern bíl og sinn pallinn fyrir tvo kassa á hvorum staðnum, þeim sem flutt er að og frá. Gæti þá billinn gengið nálega viðstöðulaust. Tilhögun fiskverkunarhúsa er atriði sem allmikið veltur á, og full ástæða til að reyna þar sem annarstaðar að spara sér óþarfa fjár- og orkueyðslu. Vona eg þvi að útgerðarmenn taki þessar tillögur mínar til ihugunar, og væri mér ljúft að vera með i ráðum, ef einhver vildi prófa í framkvæmd þá tilhögun, er eg hér hefi Iýst. Gudm. Finnbogason. Útflutningur á fiski. Frá íslaudi. Fyrri helming ársins 1923 hefir fiskur verið fluttur út er hér segir. Til Spánar.............. 9550 smálestir. » Portugal........ 520 — » Italiu......... 1920 — » Noregs........... 26 — » Danmerkur . . . 1320 — » Bretlands .... 1500 — Af þessu hafa farið til Bilbao 4560 smálestir og til Barcelona 3900 smálestir. Allt er þetta fullverkaður fiskur. Útflutningur úr umdæmi yfirfiskimats manns Jóns Magnússonar hefur verið þessi: í janúar . . » febrúar . . 12998 — » mars . . . 4971 - » apríl . . . 8577 - » mai . . . 7340 - » júní . . . 7669 - » júlí . . . 11057 — » ágúst . . . 13128 — Alls 71,287 skpd. Til Uamboi'gar og Altona kom prammi frá Noregi fullur af saltaðri síld (lausri). Fyrir sildina fékkst 14—141/* eyrir fyrir kilo. Pað var i vikunni 28A.—3/8- í sömu viku kom lítið eitt af nýveiddri ýsu frá Danmörk og Sviþjóð. Verð á henni komst upp i 130 þúsund mörk hvert pund, eu sumt fór fyrir 50—60 þúsund mörk pundið. Newíbundlandsítsknr. Vikuna 7.—14. júli var útflutningur á fiski frá New- foundland þessi. Til Oporto . 4000 kvintal. » Alicante . 7559 - » Englands áleiðis til Spánar . 2628 — Frá 14.—21. júlí. Til Lissabon .... . 2500 - » Oporto . 14852 - Bilbao; 6/s—u/8 voru flutt inn frá ís- landi 11.600 kvintal af fiski. Birgðir alls 16.000 kvintal af ísl. fiski. (1 kvintal (Quintal) eru 46 kilo = IO72 ensk Ibs.). Alls 14,836 smálestir,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.