Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 9
ÆGIR Í27 mál til yfirvegunar á ný. Varð þá niður- staðan sú, að tiltækilegra þótti að hefja ferðir til Hull í stað Liverpool. Var Lag- arfoss látinn fara nokkrar reynsluferðir til Hull 1922, og þær leiddu af sér, að ákveðið var að setja skipið i fastar áætl- unarferðir þangað á þessu ári (sbr. áætl- un Eimskipafélagsins 1923). En ekki þótti þó gerlegt, þá þegar að sleppa Leith, sem viðkomustað, þar sem víðskifti voru orð- in töluvert rótgróin, eftir öll þau ár, sem Islandsskipin höfðu haft þar aðalbæki- stöð sína. Til þess að geta sem besl rannsakað alt er að afgreiðslu lýtur á frambúðar- viðkomustað skipanna í Englandi, var afráðið að félagið sjálft, minsta kosti til bráðabirgða, setti skrifstofu á fót i Hull. Tók hún til starfa í byrjun þessa árs. Þegar áætlun var samin, fyrir skip fé- lagsins, fyrir yfirstandandi ár, var það í samráði við Ríkísstjórnina og með fyrir- heiti um 60 þús. kr. styrk, vegna strand- ferðanna. Eins og umgetið áður, hefir gengið misjafnlega, fram til þessa tíma að halda áætlun skipanna. Gullfoss varð t. d. hálfan mánuð á eftir áætlun í jan- úarferð skipsins norður um land, og hef- ir sú töf leitt mikið tap af sér fyrir fé- lagið, enda varð aðeins 10 þús. kr. ágóði á 1. ársfjórðungsreikningi skipsins, sem sama tímabil 1922 var 46 þús. kr. Og á 1. ársfjórðungsreikningi Lagarfoss, hefir °rðið um 13 þús. kr. tap, en á sama 1922 5 þús. kr. ágóði. Aftur á móti hefir á Goðafoss, sem altaf hefir haldið áætl- Ulb orðið um 38 þús. kr. hagnaður, en á sama tíma 1922, 21 þús. kr. tap. — ^að má nú ætla, að hið nýja strand- ferðaskip Ríkisins, sem kom í vor, og sem er mesta fyrirmyndar skip og hrað- skreitt, — létti nokkru af Eimskipafélag- lnu> um hinar dýru og erfiðu strand- ferðir. Enda þótt að mun betur líti nú út um afkomuna af rekstri 2. ársfjórðungs skipanna, þá eru heildarhorfurnar yfir- standandi ár, ekki eins góðar og skyldi. En það bætir nokkuð úr, að ætla má, að útgjöldin samanlögð, verði mun minni þetta ár en 1922. Og upp á framtíðar- horfurnar skiftir það miklu, að búið er nú að færa eignir félagsins, svo mikið niður, að það muni ekki óvarlega áætl- að, að álita þær að meðaltali fullkom- lega þess virði, sem þær nú eftir aðal- fund, verða bókfærðar fyrir. Vonandi skilst öllum landslýð, hve áríðandi það er, að góð samvinna og góður hugur fylgi þessu félagi, meðan það er að komast aftur úr þeim ógöng- um og erfiðleikum, sem eftirköst heims- styrjaldarinnar hafa leitt af sér. Og mun það þá aftur fljótlega ná þeirri samhygð óskiftri, sem það hafði hjá alþjóð fyrstu árin. — Þing og stjórn á miklar þakkir skilið, fyrir þann styrk, sem það hefir veitt félaginu upp á ýmsan máta, og þann skilning sem það hefir sýnt um tilveru- rétt þess, * * * Komi nú engin meiri háltar óhöpp fyrir félagið, og það geti starfað hindr- analaust, þá fer að birta framundan, óskir og vonir manna þeirra að uppfyll- ast, sem í ræðum og ritum nefndu það óskabarn íslands, er það var stofnsett. Allir sem lesa skýrslu þessa hljóta að játa, að félaginu hafi verið vel stjórnað, gegnum öll þau boðaföll, sem á þvi hafa skollið síðan i stríðsbyrjun fram á þenn- an dag.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.